Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 4

Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 4
Eðvarð Sigurðsson: SIGURINN SEM VANNST fíæða flutt 1. maí 1955 á útifundi verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi Reykvísk alþýða. 1. maí er alþjóðlegur baráttu- og liðssafnaðardagur verkalýðsins í öllum löndum. Þennan dag tengir verkalýðurinn í öllum löndum bræðraböndin sín í milli án tillits til þjóðerna, litar- háttar eða annarrar aðgreining- ar í fullri vitund þess, að það er ekkert, sem aðskilur verkafólk hinna ýmsu landa í baráttu þess fyrir bættum lífskjörum, friði og öryggi. A þennan hátt byrjum við gjarna ræður okkar I. maí og einmitt núna, þegar verkalýður Reykjavíkur hefur nýlokið hin- um hörðustu stéttarátökum í baráttunni fyrir bættum lífskjör um og auknu öryggi, þeirri sömu baráttu, sem stéttarbræð- ur okkar í öðrum löndum verða að heyja fyrir framgangi sömu mála, höfum við sérstaka ánægju til að senda stéttarsyst- kinum okkar hvar sem er í heiminum heitar baráttukveðj- ur og árnaðaróskir. Sú mikla verkfallsbarátta, sem háð hefur verið hér á undanförnum vikum, setursvip- mót sitt á hátíðahöld okkar í dag. Við skulum í dag, tveim dögum eftir lok hinna miklu verkfalla, staldra við og íhuga árangur þessarar baráttu, lær- dóma hennar og næstu verkefni. Á undanförnum árum hefur verkalýðurinn hvað eftir annað orðið að heyja baráttu til þess að hækka laun sín og bæta kjörin. Þessa endurteknu bar- áttu hefur hann orðið að heyja vegna þess, að hvað eftir annað hafa verið gerðar ráðstafanir af hálfu þess opinbera, sem rýrt hafa kjör hins vinnandi fólks. Það er óþarfi hér að rekja þessar ráðstafanir nákvæmlega, en all- ir muna vísitölubindinguna, gengislækkunina, bátagjaldeyr- inn o.s.frv. Hvernig stendur á því, að verkalýðurinn hefur ekki getað komið í veg fyrir, að aftur væri teknar af honum með opin- berum ráðstöfunum þær kjara- bætur, sem hann hefur knúð fram með hinum sterku stéttar- samtökum sínum? Svarið við þessari spurningu liggur í aug- um uppi. Áhrif verkalýðsins á löggjafavaldið, eru ekki í réttu hlutfalli við hinn faglega styrk hans. í hinni faglegu baráttu hefur hann staðið sameinaður og einhuga og tekist að vinna mikla sigra. Á stjórnmálasvið- inu brestur á um þessa samein- ing og einhug. alþýðan er tvístruð milli hinna ýmsu póli- tísku flokka og alltof margir einstaklingar úr alþýðustétt hafa látið blekkjast til fylgis við andstæðinga verkalýðsins. Stjóm- málaleg eining alþýðunnar hefði getað komið í veg fyrir, að árangarnir af hagsmunabarátt- unni væru skertir. Á undanförnum mánuðum hafa verkalýðssamtökin verið að búa sig undir þá kaup- gjaldsbaráttu, sem nú er afstað- in, því enn höfðu lífskjörin rýrnað. Á fjölmennasta þingi íslenska verkalýðsins, Alþýðusambands þinginu á síðastliðnu hausti, voru allir einhuga um, án tillits til annarra ágreiningsmála, að ekki gæti dregist að verkalýður- inn legði út í nýja launabaráttu. Stærstu og þróttmestu verka- lýðsfélögin í Reykjavík og Hafn arfirði og verkamannafélagið á Akureyri ákváðu síðan að leggja til orustunnar á þessum vetri. Aðdragandi hins nýafstaðna verkfalls er öllum í svo fersku minni, að óþarfi er að rekja hann hér. Aðeins vil ég minna á þá ákvörðun verkalýðsfélag- anna að fresta vinnustöðvun- inni um hálfan mánuð til þessað freista þess, að samningar gætu tekist, án þess að til verkfalls kæmi. Þessi tilhliðrunarsemi af hálfu verkalýðsins var ekki meira metin en svo, af atvinnu- rekendum, að þeir knúðu verka- lýðinn út í eitt lengsta og harð- asta verkfall, sem háð hefur verið hér á landi. Margir hafa furðað sig á og spurt um, hvernig á því gæti staðið, að jafn víðtækt verkfall og þetta, sem lamaði allar höf- uðgreinar atvinnulífsins, hefði getað varað svo lengi, eða sex vikur. Þessari spurningu verður ekki svarað í örstuttu máli, en veigamesta ástæðan er sú, að hér er risin upp auðug yfir- stétt, sem rakað hefur saman gróða á undanförnum árum á sama tíma og kjörum verka- lýðsins hefur farið hrakandi. Þessi nýríka yfirstétt hefur of- metnast af auði sínum og völdum. Hún hefur skipulagt sig betur en áður og náð sterkari tökum á efnahagslífi þjóðarinn- ar. í skjóli hins erlenda hers, sem hún hefur kallað til lands- ins, hefur henni eflst kjarkur til stórræða í baráttunni gegn verkalýðshreyfingunni. Innan þessarar auðstéttar eru komnir í valdaaðstöðu menn, sem hafa sömu afstöðu til verkalýðshreyf ingarinnar og baráttu hennar og amerískir burgeisar. Einna bcr- legast hefur þetta komið fram í afstöðu olíufélaganna, þessara dótturfélaga erlendra auð- hringa, sem frá fyrsta til síð- asta dags verkfallsins höfðu frammi verkfallsbrot og reyndu á allan hátt að brjóta verkfallið á bak aftur. Sem afleiðing af þessari þró- un yfirstéttarinnar taldi viss hluti hennar sig færan um að taka upp nýjar og harðsvíraðri bardagaaðferðir gegn verka- lýðshreyfingunni. Áætlun þess- ara manna var sú að semja ekki við verkalýðinn, heldur þreyta hann í löngu verkfalli og brjóta samtökin á bak aftur. Það átti að kenna þeim verkalýð, sem á síðastliðnu hausti gerðist svo djarfur að kjósa sér forystu fyrir heildarsamtökum sínum, sem ekki var þeim að skapi, að það væru aðrir menn og önnur öfl, sem hér eftir ákvæðu, hvaða kjör verkalýðurinn hefði hverju sinni. Þetta var áætlun hinna of- stækisfyllstu í hópi atvinnurek- endanna og yfirstéttarinnar, en ekki væri sanngjarnt að setja alla mótherja verkalýðsins í nýafstaðinni deilu undir þessa flokkun. í hópi þeirra voru margir, sem ekki eru haldnir hatri og lítilsvirðingu á verka- lýðnum, enda þekkja margir þeirra hina hörðu lífsbaráttu íslenskrar alþýðu jafnvel af eigin raun. Þessir menn hafa marga hildi háð við verkalýðs- samtökin, en vilja þrátt fyrir það hafa í heiðri hefðbundnar leikreglur. Allan verkfallstímann var stefna ofstækismannanna ráð- andi. En hvað olli því þá, að áætlun þeirra tókst ekki og að það var verkalýðshreyfingin, sem kom með sigurinn af hólminum en ekki þeir? Það var í fáum orðum sagt hin einstæða samheldni og ein- hugur allra verkfallsmanna, sem einkenndi þessa baráttu frá Eðvarð Sigurðsson 1955. fyrsta degi til hinssíðasta, ásamt hinu sterka almenningsáliti, er algjörlega var á bandi verkfalls- manna. Það var hin órjúfanlega ein- ing verkfallsmanna og hlýhugur alls almennings í garð þeirra, sem braut á bakafturallarfyrir- ætlanir yfirstéttarinnar. Það er ekki ofmælt, að sjaldan eða aldrei hafi verka- lýðurinn verið samhentari, stað- ið sameinaðri í hagsmunabar- áttunni en núna í þessari kaup- gjaldsbaráttu. Allar ákvarðanir um samningsuppsagnir og kröfugerð voru gerðar einróma. Samstaða félaganna fyrir verk- fallið og í verkfallinu var algjör. Allar ákvarðanir teknar ágrein- ingslaust. Aldrei kom til neinn- ar misklíðar í afstöðunni til hinna margbrotnu vandamála, sem taka varð afstöðu til í þessu umfangsmikla og langa verk- falli. Allar tilraunir andstæð- inganna til að tvístra röðum verkfallsmanna mistókust gjör- samlega. Reynt var að telja mönnum trú um, að verkfallið væri pólitískt fyrirtæki ákveð- ins stjórnmálaflokks og á þann hátt átti að tvístra verkfalls- mönnum eftir stjórnmálaskoð- unum. Þessi tilraun strandaði á þeim einföldu sannindum, að það var jafn mikilvægt fyrir verkamanninn, hverrar póli- tískrar skoðunar sem hann var, að bæta kjör sín. Reynt var með sterkum áróðri að fleyga í milli faglærðra og ófaglærðra í þess- ari deilu. Einnig það mistókst. Faglært og ófaglært verkafólk stóð hlið við hlið allt verkfallið. Aldrei hafa fleiri einstakling- ar úr verkalýðsfélögunum tekið virkan þátt í verkfallsstarfinu. Hundruðum saman tóku þeir þátt í verkfallsvörslunni á nótt sem degi. Sérstaklega athyglis- vert er, hve margir ungir menn úr verkalýðsfélögunum gerðust hér virkir þáttakendur og lögðu á sig mikið erfiði til þess að sigur mætti vinnast. Það varmikið og vandasamt starf, sem hvíldi á herðum verkfallsvarðanna, og öll alþýðan, þar með taldir aðrir verkfallsmenn, stendur í mikilli þakkarskuld fyrir hið mikla og fórnfúsa starf verkfallsvarð- anna. Það má nærri geta, að sex vikna verkfall hlýtur að leggjast með miklum þunga á fjölda alþýðuheimila, sem úr litlu hafa að spila. Og því aðdáunarverð- ari er sú þrautseigja og æðru- leysi sem hinar mörgu þúsundir verkfallsmanna, karla og kvenna, sýndu allan verkfalls- tímann. Árangur þessarar löngu og hörðu verkfallsbaráttu er nú alþjóð kunnur: Kaup hækkar almennt sem nemur ÍO-I l%. Full vísitala greiðist nú á allt kaup. Orlof lengist úr 15 dögum í 18 daga, eða hækkar um 1% af kaupi. 4% af kaupi greiðast í atvinnu leysistryggingasjóð og er þar með lagður grundvöllur að framkvæmd eins mesta hags- muna- og menningarmáls al- þýðunnar, sem hún hefur barist fyrir í áratugi. Þetta eru höfuðatriði hinna nýju samninga, en auk þeirra náðust fram ýmsar lagfæringar á sérmálum einstakra félaga og starfshópa. Þrátt fyrir það, að hinir nýju samningar hafi ekki uppfyllt ýtrustu vonir margra verkfalls- manna, eru þeir einn mikilvæg- asti sigur, sem íslensk verka- lýðshreyfing hefur unnið. 1. maí fyrir þremur árum síðan var krafan um þriggja vikna orlof fyrst á spjöldum okkar. í dag höfum við engin spjöld með þessari kröfu. söfnunar sýndi almenningur hlýhug sinn á ýmsan hátt, ekki síst með margvíslegum gjöfum til verkfallsvarðanna. Verkfallsmenn færa öllum þeim, sem veittu þeim þennan ómetanlega stuðning, sínar bestu þakkir. í þessari deilu hafa verkfalls- félögin notið ómetanlegs stuðn- ings Alþýðusambandsins, sem veitti þeim alla fyrirgreiðslu, sem í þess valdi stóð. Enda þótt margvíslegar veilur hafi komið í ljós hjá nokkrum verkalýðs- félögum, sem leitað var til, verður þáttur Alþýðusambands ins í þessari deilu seint ofmet- inn. Árangur verkfallsbaráttunn- ar kemur að sjálfsögðu miklu fleirum að notum en verkfalls- mönnum sjálfum. Ýmislegt fell- ur nærsjálfkrafa öðrum í skaut, en að öðru leyti er leiðin rudd fyrir þá, sem á eftir koma. Ég gat þess áðan, að tilefnið til hinnar endurteknu kaup- gjaldsbaráttu á undanförnum árum hefur verið opinberar ráð- stafanir, er sífellt hefðu rýrt kjör verkalýðsins. Nú spyrja verka- menn: Verður reyndin enn sú sama? Mun ríkisstjórn og Al- þingi enn gera ráðstafanir, er takmarka árangurinn, sem nú hefur náðst? Verður verðlaginu haldið í skefjum eða verða taumlausar verðhækkanir liðn- ar? Það er eindregin skoðun verkalýðssamtakanna, að þær kjarabætur, sem nú hafa fengist Lúðrasveit verkalýðsins á Lækjartorgi 1. maí 1955. Svo lengi höfum við borið fram kröfuna um fullkomnar atvinnuleysistryggingar I. maí, að borðarnir voru farnirað láta á sjá fyrir elli sakir. Þessa gömlu borða höfum við í dag lagt á hilluna. Okkur hefur miðað nokkuð á'leið. En barátt- an heldur áfram. Nýjar kröfur verða bornar fram og barist fyrir þeim til sigurs. Einn mikilvægasti árangur verkfallsbaráttunnar er sá, að samtökin sjálf, sverð og skjöld- ur lítilmagnans, hafa eflst í eld- rauninni, eru sterkari en áður og traust félagsmannanna á þeim hefur vaxið. Eins og áður var sagt, stóð allur almenningur með verk- fallsmönnum í baráttu þeirra. Þetta kom berlega i ljós í fjár- söfnuninni til styrktar verk- fallsmönnum, sem nú er orðin um hálf milljón króna, en það er lang mesta söfnun, sem nokkru sinni hefur farið fram hér á landi í vinnudeilum. Auk þessarar fram, gefi ekkert tilefni til gagn- ráðstafana í verðlagsmálum eða af hálfu hins opinbera. Það er krafa verkalýðshreyfingarinn- ar í dag, að hver sú ríkisstjórn, sem að völdum situr, geri þær ráðstafanir einar í þessum mál- um, sem miða að því að við- halda og auka kaupmátt laun- anna, en ekki hið gagnstæða. En til þess að tryggja varan- lega árangra af kaupgjaldsbar- áttunni, þarf styrkleiki og áhrif verkalýðsins á stjórnmálasvið- inu að verða engu síðri hinni faglegu einingu og styrkleika hagsmunasamtakanna. Alþýða Reykjavíkur! Strengj- um þess heit í dag að vinna að öllum velferðarmálum okkar með þeirri samheldni og þeirri einingu, sem einkennandi verk- fallsdagana. Takist okkur það, er leiðin greiðfær til hamingju- ríkara lífs fyrir íslensku þjóðina. - Þá verða aðrir 1. maídagar einnig sigurdagar. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.