Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 5

Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 5
Kveðja til Stefáns Þegar Stefán Jónsson hélt innreið sína í Norðurlands- kjördæmi eystra við alþing- iskosningarnar 1971 kom hann ekki að vel erjuðum akri. Margir hefðu fremur ætlað að hann hefði komið að sviðinni jörð Alþýðu- bandalagsins íkjördæminu. Þingmaður flokksins sem verið hafði lengi, var á brottu og í framboði fyrir annan flokk, og með hon- um þar fjöldi félaga sem áður höfðu verið virkir í sósíalískri hreyfingu í kjör- dæminu. En góðu heilli voru ekki allir á brottu. Varnarsigur hafði unnist í bæjarstjórn- arkosningunum 1970, og í kjördæminu var hópur dyggra flokksmanna reiðu- búinn að láta ekki deigan síga en berjast fyrir pólitísku lífi sínu og flokksins. Stefán var fenginn til framboðs og fékk ekki miklu færri at- kvæði en Björn Jónsson þótt hann héldi sæti sínu. Annar varnarsigur var unn- inn, og í næstu kosning- um, 1974, varð þingsætið Alþýðubandalagsins. Síðan þá hefur Stefán setið á þingi þar til nú að hann kaus að draga sig í hlé, og láta sér yngra fólk taka við. Hér er ekki ætlunin að skrifa nein eftirmæli um Stefán Jónsson, hvorki pólitísk né persónuleg, því að vonandi verður hann á meðal okkar enn um langa hríð, með brosglampa í augum og glettnisyrði á vör í formi vísu (eftir Jón Pálma son?) eða mergjaðar sögu. Þótt ýmsir erfiðleikar hafi steðjað að hefur Stefán aldrei látið bilbug á sér finna, en haldið gleði sinni. Hinn pólitíski akur Al- þýðubandalagsins í kjör- dæminu hefur sprottið og dafnað þennan síðasta ára- tug, þannig að nú þegar hann lætur af þingmennsku er þar þá frjósemi að finna, sem nægði til að vinna svo ágætan sigur sem í kosning- unum á dögunum. Fyrir hönd félaga Alþýðu bandalagsins í kjördæminu leyfum við okkur að þakka Stefáni samstarfið á liðnum árum, og óska honum heilla ríkrar framtíðar. Jafnframt skulu honum sendar heiila- óskir á sextugsafmælinu 9. maí, með ósk um að enn um sinn fáum við notið sam- fylgdar hans, ekki á nein- Stjórn Kjördœmisráðs AI- um friðarstóli heldur í þýðubandalagsins í Norð- virkri pólitík. urlandskjördæmi evstra. Steingrímur J. Sigfússon skrifar úr þingsætinu um: Stjórnmálaviðhorfið Alþýðubandalagið kemur til- tölulega sterkt út úr þessum kosningum. Kjósendur hafa metið verk Alþýðubandalags- manna í ríkisstjórn að verðleik- um og útkoman í kjördæmum ráðherra flokksins er athyglis- verð í þessu sambandi. Þannig eru kjósendur á Austurlandi greinilega ekki sammála tals- mönnum álflokkanna um störf Hjörleifs Guttormssonar. Flokk- urinn heldur sterkri stöðu sinni þar þrátt fyrir þá aðför sem gerð var að honum og þá sérstaklega Hjörleifi, og setti mark sitt á kosningabaráttuna á Austur- landi. Það verkefni kemur, nú senni- lega á næstu dögum, í hlut forystu Alþýðubandalagsins að ræða við fulltrúa annarra flokka um stjórnarmyndun. í slíkum viðræðum er staða okkar sterk að mínu mati og trúlega nokkuð önnur en andstæðingar okkar höfðu vonast til. Eins og kunnugt er lögðum við fram Samstarfsgrundvöll fyrir kosningar sem tilboð til kjósenda, og ef til kæmi sam- starfstilboð til annarra flokka. Þessi samstarfsgrundvöllur hef- ur nú, ásamt fleiru auðvitað, fengið sinn dóm í kosningunum. Því mun Alþýðubandalagið af skiljanlegum ástæðum leggja þunga áherslu á þær tillögur sem í honum birtast, þegar og ef til viðræðna við aðra flokka kemur. Það er mjög fróðlegt fyrir þa sem fylgjast vilja með, að verða sér úti um eintak af Samstarfsgrundvellinum hafi þeir það ekki þegar undir höndum. Auðvitað munu ýmis atriði þurfa nánari útfærslu við, en margt er þar þó svo skýrt og afdráttarlaust að ekki þarf um að þrefa. Ég bendi mönnum t.d. á kafla VI um friðarbaráttu og utanríkismál. Má mikið vera ef ýmsum verður ekki rórra sem þann kafla lesa þessa dagana þegar sögur um samstarf Alþýðubandalagsins við sjálft íhaldið ganga fjöllunum hærra. Staða Alþýðubandalagsins, ef og þegar til stjórnarmyndunar- viðræðna kemur er því sterk og alveg skýr. Flokkurinn er eftir sem áður ótvírætt forystuafl vinstri manna á íslandi og gengur til viðræðna með fyrir- fram mótaðar tillögur í mörgum málaflokkum. Við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn, en sá grundvöllur sem við höfum lagt fram svarar því best sjálfur hvert við viljum stefna. Það er mín skoðun og hún hefur styrkst við úrslit þessara kosninga að Alþýðubandalagið eigi að nota afl sitt eftir megni til mótunar og áhrifa í þjóðfélaginu og það verður auðvitað miklu fremur gert innan stjórnar en utan. Fyrir hendi verða þó að vera þau starfsskilyrði og sá málefnagrundvöllur sem við getum sætt okkur við. Hvað síðustu ríkisstjórn varðar tel ég að þetta hvort tveggja hafi verið á mörkunum en engu að síður tókst ráðherrum okkarað vinna merkileg störf og þoka ýmsum mikilvægum málum fram. Ég tel því að fylgismenn Alþýðubandalagsins geti andað rólega þessa dagana. Flokkur- inn hefur sterka málefnalega stöðu, samhenta og vaska for- ystu sem er líkleg til að ná hagstæðu samkomulagi við samstarfsaðilja, verði á annað borð um slíkt að ræða. Steingrímur J. Sigfússon Réttur föður, móður og barns I blaði Kvennalistans sem út kom nú fyrir kosningarnar birtist grein eftir Þórhildi Þorleifsdóttur þar sem segir m.a.: ,,Það er ekki aðeins það að jafnréttislöggjöfin hafi á borði fært konum harla lítið jafnrétti, heldur hefur hún beinlínis í ýmsu skert rétt þeirra. í nafni jafnréttis sitja konur ekki einar að smánar- lega stuttu fæðingarorlofi. f nafni jafnréttis hafa þær ekki lengur fortakslausan um- ráðarétt yfir börnum sínum, þó þær hafi í langflestum til- fellum borið hita og þunga af uppeldi þeirra og umönnun. Móðurréttinum var fórnað í nafni jafnréttis“. (Leturbreyt- ing mín). Þó að kosningarséu liðnar finnst mér full ástæða til að vekja athygli á þessum orð- um, þar sem þau eru ekki bundin við skyndiuppákom- ur, heldur endurspegla við- horf sem greinilega eru nokkurs metin hjá a.m.k. sumum forvígiskonum kvennalistans. Ég hef ekki séð í stefnuskrá þeirra að þessu skuli breyta í þá átt sem að er vikið í greininni, og ætla þeim sannast sagna ekki svo illt. Ég ætla ekki að orðlengja um þessar línur og þau við- horf sem þar birtast, en hafi mér einhvern tíma orðið flökurt við lestur, þá var það hér. Sú taumlausa sérhyggja sem þar birtist dæmir sig sjálf. En til upplýsingar skal þess getið að í nýlegum barna íögum er það réttur barnsins til umgengni við báða for- eldra sína sem hafður er að leiðarljósi. Kvennalistakon- ur hafa talið sig hafa hags- muni barna að leiðarljósi, en eru þeir aðeins bundnir móð- urinni? Okkur körlum hefur oftlega verið legið á hálsi fyrir að vera hirðulausir um börn og uppeldi þeirra, en er það svona sem við skal bregðast þegar við reynum að koma að einhverju leyti til móts við það sjónarmið að foreldrar beri báðir ábyrgð á börnum sínum? Erlingur Sigurðarson. 19. þingmaður Norðurlands eystra! Ekki hefur verið teljandi ágreiningur meðal flokka um þær reglur sem gilt hafa um úthlutun uppbótarþingsæta. En þar getur ýmislegt furðu- legt gerst eins og dæmi lands- kjörna þingmannsins úr Norðurlandskjördæmi eystra sannar. Kolbrún Jónsdóttir fékk 623 atkvæði á lista Banda- lags jafnaðarmanna og 4,5% atkvæða í kjördæminu. Árni Gunnarsson á A-lista fékk hins vegar 1504 atkvæði og !!% en náði ekki kjöri. En það er fleira sem hægt er að benda á til stuðnings því hvað dæmið er fáránlegt. Samkvæmt reglum um út- hlutun þingsæta hefði Kol- brún nefnilega orðið I9. þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra og þá aðeins munað tveimur at- kvæðum á henni og 6. manni Sjálfstæðisflokksins, sem væri hinn 20. Kratar hefðu fengið 2, Framsókn 7, Kvennalistinn l, Alþýðu- bandalagið 3 og íhaldið 5, eins og áður sagði. Og það versta kann að virðast að samkvæmt nýju kosninga- lögunum geta svipuð dæmi gengið upp. En uppbótarsætum er út- hlutað til jöfnunar milli þing- fiokka, og þannig kemst Kol- brún á þing með atkvæðum Reykvíkinga og Reyknes- inga ásamt því sem reitt var upp hér og hvar um landið, og verður fjórði þingmaður C-listans. Var það svo ekki Vil- mundur Gylfason sem sagði í útvarpinu að kjósendur hefðu hafnað Geir Hall- grímssyni og er hann þó með stærri tölur að baki hlut- fallslega? Hvað skyldi hann segja við þessu? Strákur. HEILLAÓSKIR TIL STEINGRÍMS Alþýðubandalagsmenn geta unað vel við úrslit kosning- anna hér í kjördæminu, þar sem góður sigur vannst og flokkurinn bætti við sig tæpu einu prósentustigi atkvæða. Slíkt er ótvíræð stuðningsyfirlýsing við það unga fólk sem að þessu sinni skipaði efstu sætin á framboðslistanum, og betra vegarnesti hefði Steingrím- ur J. Sigfússon ekki getað fengið inn á þing. Stuðn- ingsmenn óska honum allra heilla í framtíðinni og vænta sér mikils af störfum hans á Alþingi og hér í kjör- dæminu. Jafnframt því heitir stjórn kjördæmisráðs á alla flokksmenn og aðra stuðningsmenn í kjördæm- inu að standa vel að baki honum og margefla félags- starfið á næstu vikum og mánuðum. Þar bíða mörg verkefni sem vert er að takast á við. Sjáumst von- andi sem flest á sumarmóti Alþýðubandalagsins í sumar! Með baráttukveðjum Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. k___________________________________________________/ NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.