SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Side 20

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Side 20
20 15. nóvember 2009 É g hef verið svo lengi í Eþíópíu að ég hef séð miklar breytingar en einkum síðustu 2-3 árin. Ég var nær samfleytt í Eþíópíu frá 1960 til 1981 að frátöldum árunum 1966-1967 en þá var ég á Landspítalanum. Síðustu þrjú árin hefi ég séð háskólana opna víða um landið. Í borginni Arba Minch, þar sem við vorum tveir læknar um hríð, er nú háskóli með 15.000 stúdentum,“ segir Jóhannes Ólafsson læknir um lang- dvalir sínar í Afríkuríkinu. Jóhannes fluttist með fjölskyldu sína til Eþíópíu fyrir 42 árum og hefur verið með annan fótinn þar síðan, sér- staklega eftir að hann komst á efri ár. „Ég hef verið í Eþíópíu á næstum því hverju ári eftir að ég komst á eftirlaun fyrir 14 árum, allt upp í þrjá mánuði í senn, þar með talið á þessu ári.“ – Hvað kom til að þú fórst til Eþíópíu? „Ég er svo að segja fæddur inn í þetta. Ég var með foreldrum mínum í Kína fyrir stríð, frá 1929 eða þar um bil. Margt eldra fólk á Íslandi man líklega eftir föður mínum, Ólafi Ólafssyni kristniboða, og Herborgu Elde- vik móður minni sem var af norskum ættum. Áhrifin komu frá foreldrum mínum og KFUM sem ég stundaði mikið á Íslandi á sínum tíma. Ég hlaut alla mína mennt- un á Íslandi, einnig læknismenntunina.“ – Þannig að þú ert kominn af miklu trúfólki? „Það má svo heita.“ – Og sonur þinn og fjölskylda hans. Þau hafa haldið trúnni? „Já, í þriðja ættlið.“ – Hvernig var fyrir foreldra þína að starfa í Kína? „Það voru órólegir tímar. Þetta var áður en og eftir að stríðið milli Japana og Kínverja hófst 1934 og við upp- lifðum því óeirðirnar og stjórnleysið sem þeim fylgdi.“ – Þú ert fæddur 1928 og hefur því verið barn? „Já. Ég byrjaði í skóla í Kína og var hálfbúinn með þriðja bekk þegar við fórum þaðan. Þá var ég 10 ára gamall.“ – Fórstu svo til Íslands? „Já. Þar lauk ég læknisprófi en fór síðan í framhaldsnám í skurðlækningum við sjúkrahúsið í Molde og við spít- alann í Allingsås í Svíþjóð. Að því loknu fór ég í fram- haldsnám í hitabeltissjúkdómum við London School of Tropical Medicine & Hygine árið 1960.“ Með stuðningi KFUM og SÍK – Hvað kom til að þið fóruð til Eþíópíu? „Kristniboðsambandið á Íslandi studdi foreldra mína við trúboð í Kína á sínum tíma og þegar landið lokaðist vegna stríðsins beindist athyglin að Eþíópíu. Það varð því úr að íslenskir kristniboðar fóru til Eþíóp- íu. Það var því sjálfsagt fyrir mig og konu mína Áslaugu að fara þangað, með stuðningi íslensku og norsku kristni- boðssamtakanna (NLM), að loknu framhaldsnámi árið 1960. Þá var ég 32 ára gamall.“ – Hvernig var aðbúnaðurinn við sjúkrahús kristniboðs- samtakanna á þeim tíma? „Kristniboðssambandið hafði þá starfað þar í tíu ár þannig að aðstæður þar voru góðar hvað húsakost og annan aðbúnað fyrir útlendinga varðar. En samgöngur voru mjög erfiðar. Sem kristniboðar settumst við ekki að í höfuðborginni eða þar sem uppbygging samfélags- legra innviða var hvað lengst komin heldur fórum við frekar út í útkjálkana þar sem þörfin var mest.“ – Segðu mér frá samtökunum. „Þau hafa rekið víðtækt starf að kristniboði út frá um 20 stöðvum í Suður-Eþíópíu. Skólar og heilsugæsla er á þeim öllum og í sveitum í kringum stöðvarnar hefur verið lestrarkennsla. Kristniboðssamtökin hafa einnig gegnum árin rekið 6 sjúkrahús, sum í samstarfi við heilbrigiðs- yfirvöld landsins. Samstarf við ríkið um rekstur Jinka-sjúkrahúss hófst fyrir áratug. Kristniboðssamtökin sjá um rekstur skurð- læknis- og fæðingardeildar, með því að útvega velmennt- aða sérfræðinga, skurðlækni, ljósmóður og hjúkrunar- Mannbjörg er besta tímakaupið Jóhannes Ólafsson læknir hefur í áratugi unnið í þágu bág- stadds fólks í Eþíópíu. Á hverjum degi streyma sjúklingar að sjúkrahúsinu í Jinka sem myndu deyja ef hans nyti ekki við. Ljósmyndir: Árni Torfason arnitorfa@gmail.com Texti: Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Ólafsson með ungum skjólstæðingi. En þegar upp er staðið skipta pen- ingar litlu máli, að bjarga mannslífi er besta tímakaupið sem manni býðst. Feðgarnir Jóhannes Ólafsson og Sverrir Ólafsson gera klárt fyrir að- gerð á sjúkrahúsinu í Jinka. Á hverjum degi koma margir sjúklingar og eru bráðaaðgerðir því daglegt brauð.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.