SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Page 27

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Page 27
15. nóvember 2009 27 Evald Krogh er listelskur og er Tryggvi Ólafsson í sérstöku uppáhaldi. Hann þóttist því hafa himin höndum tekið þegar hann fékk að heimsækja listmálarann sem lengi bjó í Danmörku. Þrír ættliðir. Evald ásamt dóttur sinni, Marie, og dótturdóttur, sem heitir Alva, en þær fylgdu honum hingað að þessu sinni. Hið sjálf- stæða líf Evald Krogh, formaður Mu- skelsvindfonden í Dan- mörku, sem aðeins hefur mátt í einum fingri, er staddur hér á landi þessa dagana til að kynna verk- efnið ViVe eða Virkari vel- ferð. Markmið þess er að fatlaðir og aldraðir eigi þess kost að lifa sjálfstæðu lífi með því að fá félagsþjón- ustu sem nefnd er „not- endastýrð persónuleg að- stoð“. Sunnudagsmogginn fylgdi Evald eftir daglangt. Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Evald fær þríréttaðan hádegisverð hjá aðstoðarkonu sinni. Vigdís Finnbogadóttir, verndari ViVe, heilsar upp á Evald. Evald verður fljótt loppinn á höndunum og grípur þá til þessa hitunarbúnaðar. Berst fyrir aukinni félagsþjónustu fyrir fatlaða. Evald er baráttumaður fyrir aukinni félagsþjónustu fyrir fatlaða og fólk með vöðvarýrnunarsjúkdóma.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.