SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 43
15. nóvember 2009 43 Capitalism: A Love Story Það var þolraun milljóna manna sem reyndu öll möguleg sem ómöguleg ráð til að bjarga sér og sínum frá hungurvofunni. Kreppan mikla (1929-40) var og er kvikmyndagerðar- mönnum uppspretta athyglisverðra mynda sem er forvitnilegt að rifja upp á „þessum síðustu og verstu“ Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is The Grapes of Wrath – Þrúgur reiðinnar (1940) bbbbb Það á vel við að hefja skoðunarferðina með mögnuðustu og minnisstæðustu kreppumynd allra tíma, Þrúgum reið- innar, sem færði höfundinum Pulitzer- verðlaunin og leikstjóranum, John Ford, Óskarsverðlaunin, auk fjölda annarra vegtyllna. Hún segir frá örlögum Joad- fjölskyldunnar í gjörningaveðrinu sem gekk yfir Bandaríkin á fjórða áratugnum. Höfuð hennar, valmennið Tom (Henry Fonda), kemur heim til Oklahoma eftir að hafa setið inni fyrir morð í sjálfsvörn. Þar blasir við allsherjar eyðilegging af völdum langvarandi þurrka. Bankarnir búnir að kaupa kotið, foreldrarnir að bugast en áfram skal barist á aflóga Ford- bíl fjölskyldunnar vestur um þjóðveg 66. Fyrirheitna landið er Kalifornía, nánar tiltekið Salinas-dalurinn, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Nóg um vinnu og þar á að endurheimta fjölskylduböndin, efnahaginn, sjálfsvirðinguna. En margt fer á annan veg en ætlað er. Of Mice and Men – Mýs og menn (1938) bbbbb Þess ber að geta að hér er fjallað um fyrstu nálgun bókarinnar af mörgum og þá langbestu. Við erum stödd á ný í miðri kreppu í frjósömum Salinas-dalnum. Tveir farandverkamenn, Georg (Burgess Meredith) og Lenni, eru að hefja störf á nýjum vinnustað eftir að einfeldning- urinn Lenni hefur komið þeim félögum í vandræði enn eina ferðina. Georg hefur tekið að sér að vernda hann og báðir vona þeir að draumar þeirra um lítið kot og sjálfstætt líf geti orðið að veruleika. En Lenni kann ekki fótum sínum forráð frekar en fyrri dagin, en nú með skelfi- legum afleiðingum. Ein af perlum heims- bókmenntanna um vináttu og misjöfn kjör mannanna er óaðfinnanlega gerð í höndum afburðaleikara og leikstjórans Lewis Milestones. Bound For Glory (1976) bbbbm Hinn hápólitíski leikstjóri Hal Ashby, tökumeistarinn Haskell Wexler og leik- arinn David Carradine fanga blæ kreppu- áranna sem var þjóðlagasöngvaranum Woody Guthrie (Carradine) hjartfólgið yrkisefni. Myndin segir frá flótta Tex- asbúans Guthries, ásamt þúsundum ann- arra, undan þurrkum heimahaganna, til draumalandsins, Kaliforníu. Draumar rætast, draumar breytast í martröð. Emperor of the North (1973) bbbbm Ein af mörgum upprífandi harð- jaxlamyndum leikstjórans Roberts Ald- richs, gerist í algleymingi kreppunnar og segir af einvígi tveggja alræmdra óvina, lestarflækingsins A #1 (Lee Marvin) og brautargæslumannsins Shacks (Ernest Borgnine). Bardagavopnin brögð og bar- efli. A er útsmoginn bragðarefur sem hef- ur einstaka ánægju af því að leika á þræl- mennið Shack sem lætur engan komast upp með að ferðast frítt með sinni lest. Harðsoðin og hrífur mann auðveldlega með sér á slóðir andstæðinga sem víla ekkert fyrir sér og erfiðra tíma þar sem aðeins þeir sterkustu komust af. Hard Times (1975) bbbbn Annað eftirlæti úr frumskógi kreppu- myndanna er gerð af Walter Hill, leik- stjóra sem var í hópi þeirra bestu á 8. og 9. áratugnum. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þessi miskunnarlausa ald- arfarslýsing hefur elst, er sama augna- yndið og fyrir aldarþriðjungi. Hún byrjar í klassískum vestrastíl; Charles Bronson leikur einfarann sem kemur með lestinni til New Orleans þar sem lítið er umleikis í eymdinni. En einfarinn kann dálítið fyrir sér sem er mikilla peninga virði: Hann er gallharður slagsmálahundur sem berst fyrir peninga í hringnum. Bonnie and Clyde (1967) Tímamótamynd Fáar myndir settu jafnmikinn svip á margslunginn sjöunda áratuginn og Bonnie og Clyde, og fáar myndir hafa verið jafnoft stældar (oftast með litlum árangri). Aðalpersónurnar eru sögufrægt par sem fór ránshendi um suðurríkin. Á tímabili komust þau upp með að ræna hvern bankann á eftir öðrum og líkin hrönnuðust upp í blóðlitaðri slóðinni. Urðu í leiðinni að þjóðsagnahetjum á meðal þrautpínds almúgans. Warren Beatty og Faye Dunaway leika þessi geð- trufluðu suðurríkjaungmenni með sína lágu greindarvísitölu af ótrúlegri innlifun og handritshöfundurinn David Newman og leikstjórinn Arthur Penn tvinna sam- an ofbeldi og djöfulskap glæpamannanna við kaldhæðnislegar aðstæður svo úr verður ein svartasta kómedía sögunnar. Paper Moon (1973) bbbbn Sá sígildi sannleikur „neyðin kennir naktri konu að spinna“ sannast í þessari slungnu gamanmynd eftir Peter Bogd- anovich. Hún fjallar um svikahrapp, en þeir sáu, margir hverjr, sín sóknarfæri á sultarárunum. Myndin fjallar um sölu- mann í Kansas (Ryan O’Neal), sem hefur í sig og á með því að pranga heilagri ritn- ingu inn á guðhrædda sveitamenn. Ekki versnar hagur hans þegar hann fær níu ára aðstoðarmann (Tatum O’Neal), sem fljótlega reynist lærimeistara sínum fremri í „sölumennskunni“. Kaldhæðn- isleg, vel gerð og leikin (Tatum fékk Ósk- arinn, kvenna yngst). Sounder (1972) bbbbm Sannkölluð perla, flestum gleymd, segir af erfiðri lífsbaráttu bláfátækrar blökkukonu (Cicely Tyson), sem þrælar á bómullarekrum Louisiana til að sjá sér og syni sínum ungum farborða. Faðirinn sit- ur í fangelsi fyrir smáþjófnað. Það er mikið mannsefni í syninum sem stundar skólanámið af kappi og á einn traustan vin, hundinn Sounder. Þau Tyson og Paul Winfield eru trúverðug sem foreldrarnir og leikurinn er einstaklega góður yfir höfuð. Mynd sem kemur við áhorfand- ann án þess að vera væmin eitt augnablik og tónsmíðar Taj Mahal, blúsarans góða, þétta og bæta eitt af meistaraverkum Martins Ritts. Bonnie og Clyde Þrúgur reiðinnar Sounder Of Mice and Men Klassískar myndir frá krepputímum Michael Moore hélt í og með upp á tveggja áratuga starfsafmæli sem heimildarmyndagerðarmaður með nýjustu mynd sinni, Capitalism: A Love Story – Auðvaldshyggja: ást- arsaga. Árið 1989 var frumsýnd fyrsta myndin hans, Roger amd Me, gagnrýnin, kaldhæðnisleg ádeila á Roger Smith, forstjóra bílarisans Genaral Motors. Einkum þá ákvörð- un hans að loka verksmiðjum fyr- irtækisins í heimabæ leikstjórans, Flint í Michiganríki. Kippa þar með fótunum undan 30.000 bæjarbúum sem unnu við bílaframleiðsluna. Myndin naut áður óþekktra vinsælda þegar heimildarmynd á í hlut og sömu sögu var að segja um helstu verk hans til þessa: Bowling for Columbine (’02); Fahrenheit 9/11 (’04), og Sicko (’07). Allar fjalla þær um menn og málefni sem eru höfundinum lítt að skapi, líkt og Samtök byssueigenda, George W. Bush og heilbrigðiskerfið í Bandaríkj- unum. Svipað var upp á teningnum þegar „ástaróður“ hans til auðvaldshyggjunnar kom fyrir sjónir landa hans í haust, en þó mátti merkja að þeir eru teknir að þreytast á predik- unum höfundar. Mun færri áhorfendur létu sjá sig og tekjurnar „aðeins“ um 13 milljónir dala, á meðan Bowling innbyrti sínar 22; Sicko u.þ.b. 70 og Fahrenheit dýrðlegar 120 milljónir, hvorki meira né minna. Capitalism: A Love Story féll að auki í misjafnan jarðveg hjá gagnrýnendum en mynd- in hlaut „aðeins“ þrjár stjörnur að jafnaði (af fimm) á Metacritic-vefsíðunni sem tekur meðaltal af dómum þekktustu gagnrýnenda Bandaríkjanna. Þótt dómar séu yfirleitt frekar jákvæðir angrar það gagnrýnendur hversu Moore er hætt við einfalda hlutina og laga þá umbúðalaust að eigin skoðunum. Það vita flestir að hann er orðinn moldríkur og lifir í vellystingum praktuglega. Fer í gallabuxurnar og setur á sig hafnaboltahúfuna þá helst þegar það er gróðavænlegt fyrir pyngjuna. Í augum Bandaríkjamanna er hann hnyttinn sem fyrr en bersýnilega ekki jafn „djarfur“ né sá byltingarsinnaði hrópandi sem hann var talinn vera þegar hróður hans var mestur. Mammon og herra Moore Heimildamyndagerðarmaðurinn Michael Moore.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.