SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 52
52 15. nóvember 2009
Í
kjölfar kreppunnar hefur rignt yfir
okkur kreppubókum, bæði bókum
sem menn skrifa hver uppúr sinni
skotgröf til að bera blak af sam-
starfsmönnum, ættmennum, pólitískum
samherjum eða sjálfum sér og líka í nýj-
um skáldskap, bundnum og óbundnum.
Hin frábæra Gæska Eiríks Arnar Norð-
dahl er þannig hrunsbók með óvæntum
snúningi, og eins Vormenn Íslands, fín
bók eftir Mikael Torfason.
Það er líka kreppa, ruglingsleg reynd-
ar, í Síberíu Fritz Más Jörgenssonar og í
smásagnasafni Þórarins Eldjárns, Alltaf
sama sagan, fjallar sagan Draugaborg
um þenslu og kreppu í kjölfar hennar, og
Flökkusaga, besta saga bókarinnar, á sér
líka kreppurætur.
Söguþráður í bók Sölva Björns Sigurðs-
sonar, Síðustu dagar móður minnar,
ræðst nokkuð af kreppunni, og eins
kemur búsáhaldabyltingin aðeins við
sögu í Blómunum frá Maó eftir Hlín Agn-
arsdóttur, þó þar sé verið að gera gys að
íslenskum harðlífiskommúnisma áttunda
áratugarins. Bankster eftir Guðmund
Óskarsson er aftur á móti hreinræktuð
kreppubók og hreinastra afbragð sem
slík. Besta kreppubókin.
Skemmtileg skáldsaga Rögnu Sigurð-
ardóttur, Hið fullkomna landslag, sem er
skrifuð eins og landslagsmálverk, sækir
efnivið sinn í þrá nýríkra eftir menningu
(hvað kostar svoleiðis …) og kannski má
telja söguna hans Óttars M. Norðfjörð,
Draugaborg, dæmisögu um græðgisvæð-
inuna þar sem ógnarsveppur leggur
smám saman undir sig líf okkar með
góðu samþykki yfirvalda. Fín bók.
Kreppan kemur líka við sögu í ung-
lingabókum; átökin á Austurvelli eru
einskonar sviðsmynd í einu atriði í róm-
antískum Hjartslætti Ragnheiðar Gests-
dóttur, áhrif kreppunnar reyndar líka
hluti af söguþræðinum og óeirðirnar við
Alþingishúsið hjálpa til við feluleik.
Í spennusögunni Núll núll 9 eftir Þor-
grím Þráinsson kemur kreppan líka við
sögu sem krydd með nokkrum ástands-
ræðum og Bóksafn Ömmu Huldar eftir
Þórarin Leifsson er eiginlega dæmisaga
um þensluna og þau gildi sem menn
gleymdu eða seldu á uppgangsárunum.
Vert er og að geta Færeyska dansins
hans Huldars Breiðfjörð, sem skrifuð er
uppúr kreppunni; Huldar heldur til Fær-
eyja í kjölfar þess að Færeyingar bæði
lána og gefa fé hingað.
Einn ljóðabálkur Sigurðar Pálssonar í
Ljóðorkuþörfinni er líka kreppu-
kenndur, kannski um of – mér finnst
Haukur Már Helgason gera betur í einu
kreppuljóði í Rigningin gerir ykkur
frjáls, og Sindri Freysson er fjörugur í
Ljóðveldinu Íslandi. Svo má ekki gleyma
seinni hluta Eineygða kattarins Kisa eft-
ir Hugleik Dagsson þar sem kreppan
birtist í gallsúrum vísindahryllingi.
Bækur
um
kreppu
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Einsog að missa guð
og hafa aldrei átt hann
einsog að standa
ferðbúin
á hafnarbakka
og horfa á skipin
sigla hjá
einsog að missa
eitthvað
sem enginn átti
Þriðja nóvemberljóð er eitt margra sem
ég staldra við í nýju Ljóðasafni Ingibjargar
Haraldsdóttur. Ingibjörg er meðal virtustu
ljóðskálda okkar – og framúrskarandi þýð-
andi að auki. Hún hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 2002. Hér eru allar fimm
ljóðabækur Ingibjargar komnar saman í
fallega og tilgerðarlausa bók, auk vandaðs úr-
vals úr ljóðaþýðingum hennar. Í þessu ljóði,
sem birtist í Höfuð konunnar sem kom út árið
1995, er ekki bara vísað til mánaðarins sem
við erum nú stödd í, heldur birtast þar þættir
sem sjá má í mörgum ljóða Ingibjargar; sökn-
uður, nostalgía, minningar og endurtekn-
ingin sem iðulega einkennir formgerðina.
Í inngangi um skáldið og ljóðin fjallar
Dagný Kristjánsdóttir um þessi einkenni
ljóðanna. Hún segir að strax í fyrstu bókinni,
Þangað vil ég fljúga (1974), verði sérkennileg
hrynjandi aðalsmerki Ingibjargar; algengasta
stílbragðið sé endurtekningar „og ljóðin bíta
gjarnan í skottið á sér, mynda hringi sem
undistrika endurtekningu allra hluta“. Dagný
segir byggingu bóka Ingibjargar þaulhugsaða,
þar sé einnig sögð saga. Skáldið bjó í Rúss-
landi og á Kúbu í á annan áratug og í annarri
bókinni, Orðspori daganna (1983), er í per-
sónulegum ljóðum fjallað um Kúbu en líka
heimkomu, vonbrigði og nýtt heimili. Dagný
bendir á að nokkur ljóðanna séu undir áhrif-
um frá kvennahreyfingunni, þau eru bein-
skeytt, pólitísk og femínísk eins og marg-
tilvitnað ljóð, „Kona“: „Þegar allt hefur verið
sagt / þegar vandamál heimsins eru / vegin
metin og útkljáð / þegar augu hafa mæst / og
hendur verið þrýstar / í alvöru augnabliksins
/ – kemur alltaf einhver kona / að taka af
borðinu / sópa gólfið og opna gluggana / til að
hleypa vindlareyknum út. // Það bregst
ekki.“
Með tímanum verða ljóð Ingibjargar enn
fágaðri og í Nú eru aðrir tímar (1989) eru
„ljóðin full af tilfinningum og nostalgíu“.
Þetta er afar heilsteypt ljóðabók, þar sem tök
skáldsins á ljóðmálinu styrkjast enn. Dagný
fjallar um þessa nostalgíu sem birtist í mörg-
um ljóðanna, segir hana snúast um „ófull-
nægjandi nútíð“ og nostalgían gerir okkur
„útlæg úr samtímanum um leið og hún færir
skáldaða fortíðina nær okkur“. Hún tekur
sem dæmi hið fallega titilljóð bókarinnar:
Áður var nóttin svo nálæg
hlý og myrkrið svo mjúkt
og máninn sem skein
á nakið hörund og hafið spegill
og þú í nóttinni nálægur
hlýr einsog myrkrið
mjúka en nú
eru aðrir tímar.
Í Ljóðasafni Ingibjargar eru nokkur ný
ljóð. Eitt er til Stefáns Harðar Grímssonar, þar
er „söngur / á heiðum / morgni“. Annað er
órímað til Jónasar og í einu til eru „tónar sem
vindurinn sleit / og slengdi út í buskann“.
Þetta er bók sem auðvelt er að njóta.
Söngur á
heiðum morgni
Í nýju Ljóðasafni Ingibjargar Haraldsdóttur eru
allar fimm ljóðabækur hennar, nokkur ný ljóð og
að auki úrval ljóðaþýðinga.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur
„bíta gjarnan í skottið á sér,
mynda hringi sem undistrika
endurtekningu allra hluta,“
skrifar Dagný Kristjánsdóttir í
inngangi að ljóðasafninu.
Lesbók
F
arsakennd ólíkindalæti kitla
hláturtaugarnar í stórskemmti-
legri skáldsögu Eiríks Arnar
Norðdahl um ástandið á Íslandi
sem enginn sér fyrir endann á, hvorki í
raunveruleikanum né skáldskapnum.
Höfundur Gæsku er feikna stílisti sem
þrátt fyrir látlausan flaum orða hefur
hárbeittan, írónískan tón og gott vald á
framvindunni og persónum sínum.
Eiríkur skrifar bók sína á tímabilinu frá
júlí 2007 til júlí 2009 og er það með ólík-
indum að hann hafi hafið skriftirnar
rúmu ári fyrir hrunið mikla. Sagan grein-
ir nefnilega ástandið svo vel, aðdragand-
ann og áfallið, ráðaleysi ráðamanna og
skort á framtíðarsýn. Allt er það gert með
gróteskum gleraugum þar sem gengið er
eins langt og hugsast getur í farsa-
kenndum og ljóðrænum lýsingum. Ein-
hvern tíma urðu fleyg þau orð að ,,gefa
söguþræðinum á kjaftinn“ þegar átt var
við hvernig farið var fram og aftur í tíma
og allri rökréttri framvindu hafnað í
skáldsögum. Í bók Eiríks fá eiginlega allir
,,á kjaftinn“. Bókmenntirnar og allir Ís-
lendingar en þó sérstaklega þingmenn og
ríkisstjórn og aðrir sem með valdið fara.
Það er klisja að segja að ekkert sé höfundi
heilagt. Hann tætir allt og alla í sig og
sérstaklega hið háa Alþingi; glað-
hlakkalegur og fyndinn.
Í stuttu máli fjallar bókin um tvær
manneskjur sem umturnast og um leið
þeirra til lækningar í gegnum gæsku og
umburðarlyndi, um nokkrar manneskjur
sem standa þeim næst og um það hvað
gerist á Íslandi þegar Esjan logar dögum
og vikum saman, sandstormur geisar,
konur kasta sér niður af skýjakljúfum,
öllum búðum og sólbaðsstofum er lokað
og níutíu og þrjár milljónir flóttamanna
frá öllum heimshornum flæða inn í land-
ið.
Allar þessar fjarstæður er erfitt að
ímynda sér en til þess að við finnum bet-
ur að hér er skrifað um okkar veruleika
hér og nú nefnir Eiríkur Örn hlutina rétt-
um nöfnum og greinir auk þess stjórn-
málin ofan í kjölinn í gegnum málpípur
sínar. Hann nefnir Austurvöll og Alþingi,
Hótel Borg og Jón Sigurðsson, Davíð
Oddsson og Andra Snæ, svo eitthvað sé
nefnt. Auk þess birtir hann skrá yfir not-
aða texta sem eru allt frá Hávamálum til
Lukku Láka og frá Biblíunni til sjón-
varpsfrétta um þingsetningar.
Trúlegt er að með Gæsku greini höf-
undur ástandið best af þeim sem hafa
skrifað bækur um það sem er að gerast
hjá okkar ringluðu þjóð; að minnsta kosti
er hann fyndinn og beittur í gegn. Vert er
að geta útlits bókarinnar en kápan er
hugvitsamlega hönnuð af Jóni Ásgeiri.
Ringlaðir lesendur eiga skemmtilegt
skammdegi í vændum með þessa fallegu
bók í hönd.
Skáldsaga
Gæska
eftir Eirík Örn
Norðdahl
bbbb
Mál og menning, Reykjavík
2009
Hrund Ólafsdóttir
Eiríkur Örn Norðdahl
Morgunblaðið/Ómar
Esjan logar