Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐÍÐ 3. TBL. DESEMBER 1969 2. ÁRG. FERNANDO GERMANI Organistablaðið liefur beðið inig að segja frá námsdvöl minni í Róm árið 1966, við skóla hinnar heilögu Ceciliu. Mun ég aðallega segja frá kennara mínum, Fernando Germani og kennslu hans. Fyrst fer hér á eftir frásögn af Germani, er hirtist í efnisskrá að tónleikum hans, er liann vígði nýtt orgel í Ceciliuskólanum í Róm. Orgelsnillingurinn Fernando Germani, sem er fæddur og uppal- inn Rómverji, stundaði tónlistarnám sitt í Róm við Santa-Cecilia- tónlistarháskólann. Píanókennari lians var prófessor Bajardi og kennari hans í tónsmíðum maestro Ottorino Respighi. Hann hefur farið ótal hljómleikaferðir um Ítalíu, England, Þýzka- land, Sviss, Frakkland, Spán, Bandaríkin, Kanada, Mexíkó, Suður- Ameríku, Ástralíu, Tasmaníu, Suður-Afríku og víðar. Einnig hefur hann leikið einleik með sinfóníuhljómsveitum víða um lönd, svo sem með Hljómsveit Santa-Cecilia tónlistarskólans í Róm, Sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins í Róm og Torino, í Köln, Berlín, New York, P'hila- delphia, E1 Paso, Chicago, Portland (Oregon), San Francisco, London, Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane, og í ýmsum fleiri Lorgurn Evrópu og Ameríku. I Philadelpia í U.S.A. kenndi liann í tvö ár við hina frægu Curtis- tónlistarstofnun. Árið 1945 lék Germani öll orgeltónverk J. S. Bach í kirkju Heil- ags Ignazio i Róm og nokkru seinna í Maríukirkjunni í Aracoeli í Róm. Skömmu síðar flutti hann öll orgelverk César Francks, og fyrir nokkrum árum lauk hann því stórvirki að leika öll orgelverk Max Regers.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.