Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 7
andleg eða tónræn vönun, heldur ber vott um þær stórkostlegu gáf- ur, sem Guð hefur gefið manninum. Það er hundalógik að tala um sveigjanleik tónsins úr orgelpípu. Hann er algjörlega ósveigjanlegur, og fellur illa að mannsröddinni miðað við strengjasveit, hamonium og jafnvel rafeindaorgel. Pípuorgelinu hefur oft verið líkt við lúðra- sveit, nema hvað tónn lúðranna er lifandi, en pipunnar — ekki dauð- ur — heldur „mekanískur“, — „applied“ eða tilbúinn. Rafeinda- orgelin hafa yfir að ráða talsverðum yfirtónum „harmonics“, þó ekki jafnist á við tón pípunnar og í þcim má jafnvel heyra smá hvískur líkt og í sumum orgelpípum. Tóninn er hægt að stilla mjög nákvæmlega með litlum lykli, sem fylgir hverju orgeli. Að hljómur rafeindaorgelsins spili smekk safnaðarins og geri kirkjukórinn áhuga- lausan, getur átt við í Austuríki, en alls ekki á íslandi. — Að lok- um jretta. Við lifum á öld tækninnar, sér í lagi rafmagnstækninnar. Við erum hættir að aka hjólbörum, notum heldur bíla og j)að em engir að balda j)ví fram, að betra sé að nota hjó'lbörur af j)ví, að þær gefi mönnum kost á „ósviknum" akstri. Smíði pípuorgela fer, að ég hygg, senn að syngja sitt hinzta vers líkt og tónlistin sjálf í þeirri mynd, sem við „eldri“ kynslóðin vilj- um hafa hana, þess vegna er fáránlegt, að leita halds og traust hjá ungu kynslóðinni í viðhaldi á akademískum forskriflum um hvað eigi að gera í tónlistarmálum kirkjunnar. En það eru margar kirkjur á Islandi, sem hvorki hafa ])láss né peninga til að kaupa góð pípu- orgel. Þeim vil ég ráðleggja að fá sér rafeinda „kirkjuorgel". En hvorki mér né neinum j)eim, sem komizt liefur í snertingu við stórt og fjölbreytt pípuorgel, dettur í huga að taka nokkurt annað hljóð- færi fram yfir það. Steingrímur Sigfússon. Vegna framanritaðrar greinar vill ritnefnd OrganistablaSsins benda á blutleysi blaðsins gagnvart skoðunum, sem einstaklingar senda blað- inu í greinarformi og óska birtingar á, og mun ritnefndin birta þess- ar greinar eftir því sem aðstæður leyfa. O K G A N 1 S T A 15 L A Ð I Ð. Útgefandi: Félug íslenzkra organlcikara. Ritnefnd: Gunnar Sigurgcirsson, DrápuhlíS 34, R., Sími 12626, Páll Ilalldórsson, DrápuhlíS 10, R., Sími 17007, Ragnar Björnsson, Grundarland 19, R., Sími 31367. Aigreiðsluinaður: Gunnur Sigurgcirsson. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.