Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 8
Séra Bjarni þorsteinsson og íslenzk þjóðlög. Hið mikla ritverk sr. Bjarna Þor- steinssonar „Islenzk þjóðlög" kom út á árunum 1906—1909. 1 ar eru því rétt 60 ár síðan það kom fyrir almennings sjónir. Var hann þá búinn að safna íslenzkum þjóðlögum í 25 ár. Vindarnir 'bJésu bæði með og móti sr. Bjarna Þorsteinssyni þeg- ar hann var að safna þjóðlögunum, og þá ekki síður þegar til þess kom að gefa þjóðlagasafnið út. Verður sú saga ekki rakin hér. Nú er þetta verk metið að verðleikum. Magnús Jóns- son guðfræðiprófessor segir: „Var séra Bjarni síðar sæmdur prófessorsnafn- bót, en því miður ekki doktorsnafn- bót, og mundu þó fá afrek íslenzk frá þessum tímum standa betur undir þeim „hæsta heiðri". Hafa íslenzk tóntkáld nú þegar tekið að ausa af þessum nægtabrunni og gera það vafalaust um langan aldur, og einnig er haldið áfram að safna þjóðlögum." Það var rétt í tæka tíð að sr. Bjarni fór að safna þjóðlögunum. Menn voru að t'/na niður tvisöngnum. Rímna- kveðskapur tíðkaðist, en var ekki lengur sú þjóðaríþrótt og þjóðar- skemmtun sem hann var áður. Nýr söngur var kominn í kirkjurnar. Lítið var til á nótum af íslenzkum þjóðlög- um. Sr. Bjarni segir: „En við þetta allt vaknaði einmitt hjá mér sú löng- un og styrktist að mun, að kynna mér bctur þessi lög, þessi uppáhaldslög eldri mannanna, þessi olbogabörn nýju söngmannanna, og reyna að varðveita þau frá gleymsku og glötun". I framhaldi af þessum orðum er kannski ómaksins vert að benda á nokkrar staðreyndir, sem mér virðast sýna afstöðu tónskáldanna til þjóð- laga nú. Árið 1912 gaf Sigfús Einarsson út II. hefti af Alþýðusönglögum. Eru í því 17 íslenzk þjóðlög i ágætum radd- setningum. — Seinna — 1929 gaf hann út hefti með ísl. þjóðlögum raddsettum fyrir blandaðan kór. Hann hcfur auk þessa raddsett nokkur þjóð- lög fyrir karlakór. Sveinbjörn Sveinbjönsson gaf út hefti — íslenzk þjóðlög — tuttugu talsins, raddsett fyrir einsöng með píanó-undirleik. Sumir telja þær radd- setningar ekki í stíl við þjóðlögin eða í þeirra anda. En hvað sem því líður — handbragð listamannsins leynir sér ekki á þessu hefti. Sum af þessum þjóðlögum eru ekki heldur islenzk, og í safni Bj. Þ. eru líka lög sem eru útlend, eða af útlendum uppruna og er það ekki tiltökumál, enda oft erfitt að kveða á um uppruna laga. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.