Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 20
Kirkjukórasamband íslands. Aðalfundur Kirkjukórasambandsins var haldinn í I. kennslustofu Háskól- ans mánudaginn 23. júní sl. kl. 8.30 e. h. Formaður samhandsins, Jón ísleifs- son, setti fundinn og bauð fundar- menn velkomna til fundarstarfa. Hann tilnefndi fundarstjóra, séra Þorgrím V. Sigurðsson, prófast, Staðarstað og fundarritara Hrefnu Tynes og Pál Ilalldórsson organleikara, Reykjavík. Mættir voru 19 fulltrúar frá 16 kirkju- kórasamböndum og voru þeir allir samþykktir löglegir rétthafar til fund- arsctu. Fundarstörf. 1. Ritari, Hrefna Tynes, las fund- argjörð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt án athugasemda. 2. Formaður Kirkjukórasambands- ins, Jón ísleifsson, flutti skýrslu um starfið frá liðnu ári. Aðalefni hennar var: Á liðnu starfsári hafa 11 söng- kennarar og leiobeinendur verið virk- ir starfsaðilar mismunandi lengi í 12 kirkjukórasamböndum innan K. 1. og 40 kirkjukórar notið tilsagnar þeirra. Nú sem fyrr hafa fjölmargir kirkju- kórar víðsvegar á landinu starfað með miklum myndarskap og að minnsta kosti 10 þeirra í 6 kirkjukórasam- böndum hafa staðið fyrir sjálfstæðum tónleikum bæði innan og utan sinna sóknartakmarka. Auk þessara tónleika hafa kirkjukórar meira og minna í flestum sóknum landsins verið eins og fyrr tið söngnúmer í hátíðardag- skrám byggðarlaganna, svo sem 17. júní. Formaður lauk starfsskýrslu sinni með því að þakka ánægjulegt sam- starf við formenn kirkjukórasam- bandanna, svo og meðstjórnendur sína í K.í. og söngmálastjórann, dr. Róbert A. Ottósson. Séra Sigurður Guðmundsson, prófastur, Grenjaðar- stað þakkaði greinagóða skýrslu for- manns og fór lofsamlegum orðum um stjórnarstörfin. Hann taldi það mik- ilsvert og örvandi fyrir starfið í dreif- býlinu að kirkjukórasamböndin hefðu ávallt sem nánast samstarf við aðal- stjórn Kirkjukórasambands íslands. Séra Sigurður taldi, að prestar ættu ekki að hafa forystu i störfum söng- mála innan sambandanna heldur áhugamenn úr stéttum leikmanna, en að sjálfsögðu væri það skylda prest- anna að vera hið örvandi og leiðbein- andi afl málefninu til heilla. 3. Gjaldkeri K.I., Finnur Árnason, las reikninga sambandsins. Voru þeir samþykktir án athugasemda, og jafn- framt þökkuðu ýmsir fulltrúar fyrir góða fjárhagsaðstoð, sem Kirkjukóra- samband Islands veitti kirkjukórasam- böndum í ýmsum byggðarlögum á síðastliðnu starfsári. Einnig var vel þakkað, að sérhvert kirkjukórasam- band fékk afhent á starfsárinu frá K.í. fjögur sálmalög útgefin af Páli Halldórssyni organleikara í Reykjavik. Séra Pétur Ingjaldsson, prófastur, formaður Kirkjukórasambands Húna- vatnsjirófastsdæmis kvaðst hafa kom- ið þessum sönglögum til allra kirkju- kóra í sínu kirkjukórasambandi. Síðan talaði prófastur um heimastörf sam- bandanna og sagði að lokum: „Heima- störfin verða umfram allt að byggjast upp af úhuga og atorku kórmeðlim- anna, en ekki einvörðungu með að- sendum styrkjum.“ Fundarstjóri, séra Þorgrímur V. Sigurðsson, prófastur, formaður Kirkjukórasamhands Snæ- 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.