Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 21
felsnesprófastsdæmis var sammála séra Pétri varðandi heimastörf kirkju- kórasambandanna og sagði að lokum: „Það er orðið áríðandi í hinum ýmsu héraðssamböndum að hinir yngri — menn og konur — taki við störfum og áhyrgð af hinum eldri — tíminn mun leiða það í ljós, hvenær og á hvern Iiátt það muni ske.“ 4. Stjórnarkjör. Stjórnin var endurkosin með lófa- taki en hana skipa: Jón fsleifsson, organleikari, formaður. Hrefna Tynes, ritari. Finnur Árnason, gjaldkeri. Jón Björnsson, organleikari, Borgarnesi, Eyþór Stefánsson, tónskáld, Sauðár- króki. séra Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum, Frú Anna Eiriksdóttir, Sel- fossi. — Endurskoðendur reikninga: Einar Th. Magnússon, Reykjavík, Páll Ifalldórsson, organleikari, Rvík. 5. Önnur mál. Hrefna Tynes flutti fyrir hönd stjórnar Kirkjukórasambands ís- lands tillögu varðandi organistastöður fijóökirkjunnar. Tillagan skoðast öllu heldur sem ályktun er hljóðar þannig: „Þar sem auðsjáanlega er skortur á organistum úti um landsbyggðina og ekki útlit fyrir, að úr rætist til neinna muna, vill aðalfundur Kirkju- kórasamhands fslands 1969 henda á, að úr þessari vöntun organista mætti ráða með því að fá menn með al- menna kennaramenntun frá Kennara- skóla Islands til að sérhæfa sig sem organista. Sami maðurinn gæti á þann hátt gegnt kennarastöðu ásamt störfum organista. Mætti í þessu sam- bandi benda -á, að til sveita yrði kennslan aðalstarf með organista- starfið sem aukagrein, en í Reykja- vtk og stærri bæjum cins og Akur- eyri, Hafnarfirði, Kópavogi og víðar gæti organistastarfið orðið aðalstarf með kennslu sem aukastarf. — Ætla mætti, að laun yrðu greidd hæði frá ríki og sóknarnefndum og þá í hlut- falli við afköst eða starfsframlag launþega. Aðalfundur Kirkjukórasam- hands Islands vill einróma heina þeim tilmælum til Prestastefnunnar, að hún hlutist til um að skipuð verði nefnd er undirbúi til framkvæmdar efnislegt innihald tillögunnar og fylgi því síðan fast eftir til endanlegrar afgreiðslu. Aðalfundurinn tclur, að prestastéttin sé sá aðili, sem fylgja eigi þessu máli til sigurs. Umræður urðu nokkrar um þessa ályktun og allir sammála um, að ástandið væri ískyggilegt í organistamálum þjóð- kirkjunnar. Séra Sigurður Guðmunds- son taldi þetta framlag stjórnarinnar i þessu máli virðingarverða tilraun til lausnar þessu vandamáli. Hann sagði, að í sínu prófastdæmi væri sami organistinn í 6 sóknum og fengi i árslaun 9000 kr. fyrir allar kirkjurnar. Þessi ágæti maður — Friðrik Jónsson — sagði prófastur, er mér ómissandi, ef kirkjan á að uppfylla þjónustu sína við söfnuðina. Séra Sigfús .1. Árnason telur, að messusöngur og kirkjutónlist sé einn mikilvægasli liður i öllu kirkjulegu starfi, en séu vandkvæði á þessu nær hin kirkjulega þjónusta hvergi nærri tilgangi sinum. Séra Sigfús taldi hrýna nauðsyn að kenna organloik við alla tónlistarskóla landsins með organistastarf fyrir augum. Formaður sambandsins, Jón Isleifsson, þakkaði fundarmönnum þann áhuga og vel- vilja sem þeir sýndu þessu máli til framdráttar. Hann vakti athygli á, að bak við þessa ályktun stjórnarinnar eða öllu heldur tillögu, fælist það, að hér í okkar þjóðfélagi mynduðust organistaemha'tti — eftirsóttar stöður ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.