Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 22
— betur launaðar en venjulegar kenn- arastöður við almenna gagnfræða- skóla. En jafn lengi sem organista- starfið verður svo að segja ekkert launað er engin von til þess að fá organista að kirkjum landsins, því fráleitt er að ungt fólk stundi orgel- nám meðan organistastarfið er talið ekki launavert. Þá var tillagan borin upp og samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Jafnframt var fundar- stjóra, séra Þorgrími, falið að flytja tillöguna á Prestastefnunni og einnig sjá um að frá Prestastefnunni berizt hún til Kirkjuráðs. Frá Einari Sigurðssyni, Selfossi, var borin upp tillaga: Aðalfundur K.I. 1969 samþykkir þá breytingu á eldri samþykkt, að sönglög og nótna- bækur, sem koma út, kirkjulegs eðlis, væru send til hvers kirkjukórs í sér- hverju sambandi í staðinn fyrir hvers kirkjukórasambands, enda gefi stjórn þeirra K.í. skrá yfir starfandi kirkju- kóra síns sambands. Tillagan var sam- þykkt. Páll Ifalldórsson, organisti, kvaddi sér hljóðs, fór hann nokkrum orðum um Organistablaðið og gaf síðan öll- um viðstöddum eitt eintak. Fundarstjóri gat þess, að ekki lægiu fleiri mál fyrir þessum aðal- fundi, og sagði hann síðan fundinum slitið. Formaður þakkaði fundarstjóra fyr- ir góða fundarstjórn og sömuleiðis árnaði hann öllum fulltrúum farar- heill með þakklæti fyrir komuna. — Þessu næst var haldið heim til söng- málastjóra, dr. Róberts A. Ottósonar samkvæmt boði hans. Var setið þar í góðum fagnaði fram á nótt. Var þar allt jafnhlýlegt, viðræður, veit- ingar og viðmót húsráðenda. Jón Isleijsson. Úr bæ og byggð. Kirkjukvöld með tónleikum og erindi voru flutt í Akraneskirkju 19.—25. október sl. Flytjendur voru Kirkjukór Akranes- kirkju, stjórnendur Magnús Jónsson og Haukur Guðlaugsson. Orgelundir- leik annaðist Haukur Guðlaugsson og Þórir Þórisson lék á klarinettu. Erindi flutti sr. Jón M. Guðjónsson og las einnig ritningarkafla. Viðfangsefni voru eftir Sigvalda S. Kaldalóns, Pál Isólfsson, G. Rossini, W. A. Mozart, J. S. Bach og P. E. Fletcher. G. S. Ýmsar fréttir. Minningarathöjn um frá Eleanor Sveinbjörnsson. Þann 14. nóv. síðastliðinn fór fram í Dómkirkjunni minningarathöfn um frú Eleanor Sveinbjörnsson ekkju Svcinbjörns Sveinbjörnssonar. Anduð- ist bún vestur í Canadu 2. sept. og var aska hennar flutt til tslands og lögð í gröl manns hennar, að ósk hennar sjálfrar. Dómprófastur sr. Jón Auðuns flutti minningarræðuna. Tón- listin, sem flutt var við athöfnina, var öll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson nema útgöngulagið, sem var orgelpre- ludia eftir son hans Thordur J. W. Swinburne. Leikin var annar þáttur úr tríói fyrir pianó, fiðlu og cello, María Markun óperusöngkona söng einsöng. Flutt voru tvö kórlög og var annað þeirra þjóðsöngurinn, sungið af Dómkórnum og organleikari var Ragn- ar Björnsson. Ríkisstjórn Islands stóð fyrir og hafði forgöngu um minning- arathöfn þessa, sem var hin virðuleg- asta. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.