Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 3
- Fjórðungssamband Norðlendinga - Krafan er: Byggðastofnun til Akureyrar Skýrsla um flutning Byggðastofnunar ekki marktæk FJÓRÐUNGSSAMBAND NORÐLENDINGA hélt fjóröungsstjórnarfund 6. maí sl. Þar var meðal annars rætt um kaupstefnu i Reykjavík á hausti komanda, háskólakennslu á Akureyri, dreifbýlis- styrki til jöfnunar aðstöðu til nemenda sem stunda nám utan heimabyggðar, svo og flutning Byggða- stofnunar til Akureyrar, sem hýltur að vera hags- munamál allra þeirra sem búa fyrir utan Reykja- vikursvæðið. Hér á eftir fer nánari úttekt á framan- greindum atriðum. Kaupstefna í Reykjavík, sem gengst fyrir sýningunni „Heimilið ’86“ dagana 28. ágúst til 7. september 1986 í Laugardals- höll, hefur boðist til að setja upp Jafnframt telur fjórðungs- stjórn óhjákvæmilegt að mennta- málaráðherra beiti sér fyrir því að ráðinn sé sérstakur starfs- maður er annist undirbúnings- starfsreglur þeirrar nefndar er úthluta á dreifbýlisstyrkjum miðist við. Byggðastofnun Á fundi fjórðungsstjórnar var kynnt skýrsla Hagvangs hf. um kosti og galla þess að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. í skýrslunni er tekið fram að skýrslan sé unnin í samræmi við markmið verkefnisins og að í henni sé ekki að finna endanlegt svar við því, hvort flytja eigi Byggðastofnun til Akureyrar. Með skýrskotun til þessa kikast til hefur Byggðastofnun verið fjarri hugum þessara manna. Myndin frá framkvæmdum Vatnsveitu- félagsins á Akureyri árið 1904. - Mynd: Hallgrímur Einarsson sérstaka Norðurlandsdeild á sýningunni. Fjórðungssamband Norðlendinga hefur ákveðið að standa að þessari sýningu og beita sér fyrir þátttöku norð- lenskra fyrirtækja á sýningunni. Þetta mun verða gert í samstarfi iðnþróunarfélaganna á Norður- landi. Telja verður þetta kjörið tækifæri fyrir norðlensk fyrir- tæki að sýna framleiðslu sína á Höfuðborgarsvæðinu fyrir hæfi- legan kostnað. Þettaerjafnhliða sölusýning framleiðenda. Sá möguleiki er fyrir hendi að smærri fyrirtæki frá sama byggða- lagi geti sameinast um einn sýningarbás, svo og minni sveitar- félög einnig. Starfsmaður ráðinn vegna háskólakennslu Fjórðungsstjórn bendir á með skýrskotun til samþykktar síð- asta fjórðungsþings Norðlend- inga, að háskólakennsla á Akur- eyri er ekki sérmál Akureyrar eða Eyjafjarðarbyggða. Þetta er mál sem nýtur samstöðu allra Norðlendinga og er baráttumál allra landsbyggðarmanna. Fjórðungsstjórn leggur áherslu á að þegar sé tekin ákvörðun um háskólanám á Akureyri, með það fyrir augum að hefja kennslu á næsta hausti. Skorað er á menntamálaráðherra að hlutast til um að þessi ákvörðun verði tekin fyrir skólalok fram- haldsskóla nú í vor. starf að uppbyggingu háskóla- náms á Akureyri, á meðan ekki hefur verið komið framtíðar- skipan mála, um hvort slíkt nám teljist til Háskóla íslands eða verði um sjálfstæða starfsemi að ræða. Fjórðungsstjórn lýsir full- um stuðningi við störf háskóla- nefndar Akureyrarbæjar og heitir liðsinni heildarsamtaka Norð- lendinga. Dreifbýlisstyrkir aukist Fjórðungsstjórn beinir því til menntamálaráðherra að fram- lög þessi verði tvö- til þrefölduð á fjárlögum næsta árs. Leggur fjórðungsstjórn áherslu á að með auknum framlögum til jöfnunar námskostnaðar, þannig að dreifbýlisstyrkir teljist við- unandi, megi spara í framhalds- skólarekstrinum og koma í veg fyrir óeðlilega þennslu í fram- haldsnámi, þar sem ekki eru skilyrði til að halda úti sam- keppnisfæru námi, miðað við áframhaldandi nám nemenda á síðari stigum í öðrum fram- haldsskólum. Jafnframt var bent á að með þessum styrkjum megi sporna við búseturöskun, sem væri afleiðing þess að þurfa að senda unglinga í nám utan heimasveitar. Þannig mætti sporna við búseturöskun aðstandenda unglinga, sem sækja fram á lengri menntabraut. Jafnframt er lögð á það áhersla að lög um jöfnun aðstöðu til náms verði endurskoðuð og sett í lög um fastar viðmiðanir, sem telur fjórðungsstjórn að ekki sé hægt að leggja greinargerð til grundvallar við ákvörðun um framtíðarstaðarval Byggðastofn- unar. ítrekar þau rök sem færð voru fyrir því á síðasta ijórðungs- þingi Norðlendinga fyrir því að stofnunin skuli staðsett á Akur- eyri. Sjónarmið fjórðungsstjómar hafa verið kynnt stjórnarmönn- um Byggðastofnunar bréflega. Þá er lögð áhersla á að flutningur Byggðastofnunar til Akureyrar, sé prófmál um flutning stofnana til lands- byggðar. Þetta sé stofnun sem þjóni landsbyggðinni og sé til vegna landsbyggðarinnar, en ekki ætlað þjónustuhlutverk á Höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin heyrir ekki undir daglega stjórn ráðherra eða ráðuneytis og er með sjálfstæða íjáröflun. Þessari stofnun stjórnar þingkjörin stjórn með fullu stjórnarumboði, án afskipa ráðherra. Dagleg samskipti við stofnlánasjóði og aðrar lánastofnanir eru vegna ráðgjafar og gagnkvæmra upp- lýsinga og því ekki yfirþyrmandi aðstæður til nábýlis við þær í höfuðborgina. Milli Akureyrar og Reykja- víkur eru frá þremur til fimm flugferðir á dag, sem auk sam- skjpta með fjarritum ættu að bæta úr brýnustu þröfum á samskipti á fullnægjandi hátt. Nærvera stjórnarmanna við aðsetur Byggðastofnunar má ekki miðast við að alþingismenn sinni stjórnarStörfum á hlaupum frá þingstörfum. Krafan er Byggðastofnun til landsbyggðar - til Akureyrar. Alþýðubandalagið Opið hús verður laugardaginn 14. júní kl. 15.00 í Lárusarhúsi Eiðsvalla- götu 18. Félagar hittumst og ræðum málin. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri almennur félagsfundur verður laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Dagskrá: 1. Viðhorfin í bæjarmálum. 2. Valdir fulltrúar ABA til trúnaðar- starfa hjá Akureyarbæ. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Aðalfundur ABA verður laugardaginn 28. júní í Lárusar- húsi Eiðsvallagötu 18. IDagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Kosningar. 4. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Félagar takið þátt í flokksstarfinu, fylgist með flokksdálki Þjóðviljans. Stjórn ABA Góðir félagar! Munið sumarmót Alþýðubanda- lagsins sem haldið verður í landi Birningsstaða í Laxárdal 4. - 6. júlí. Mætum vel! NORÐURLANÐ - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.