Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 4

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 4
NORÐURLAND Gefið út á vegum Alþýðubandalagsins Noröurlandskjördæmi eystra. Kemur út i 8.000 eintökum. Ritstjóri: Guðlaugur Arason (ábm.). Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri. Pósthólf 492 - 602 Akureyri. Sími: (96) 218 75 PRENTSMIDJA BJORNS JÓNSSONAR íkosningunum 31. maí töpuðu fra Fram til nýrrar sóknar Úrslit sveitarstjórnarkosninganna á dögunum eru skýr. Kjósendur hafa gert sér grein fyrir að landsmál og sveitar- stjórnarmál verða ekki aðskilin. Því er eðlilegt að þeir flokkar gjaldi afhroö, sem í ríkisstjórn hafa skert hag sveitarfélaga og almennings meira en dæmi eru áður til. Þar breytir engu þótt á stöku staö séu ákverðnar stað- bundnar aöstæöur eöa óánægja með einstaka fram- bjóðendur. Heildar niðurstaðan er skýr: Framsókn stórtapaði og íhaldið einnig ef undan er skilinn sigur þess í Reykjavík, sem fyrst og fremst má rekja til hóflitillar persónudýrkunnar, auk þess sem hann staðfestir það djúp sem ríkisstjórnin er stöðugt að dýpka milli höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. En sigur félagshyggjuflokkanna - vonandi má hafa það orð um Alþýðuflokkinn þótt ýmislegt sé óljóst þar á bæ - byggist auðvitað á fleira en andstöðu við ríkis- stjórnina. Alþýðubandalagið hefur sýnt og sannað að málstaöur samhjálpar, félagshyggju og jafnaðar á góðan hljómgrunn, og þegar að kreppir leitast fólk við að standa saman. Það er uppreisn gegn þeirri sérdrægni sem íhaldsöflin boða. Þau hefja makaðslögmálin upp tii skýjanna og kalla rangnefninu frjálshyggju. Alþýðubandalagið lagði hvarvetna mikla áherslu á atvinnumál og félagsmál. Flokkurinn er eina brjóstvöm alþýðu manna til að reyna að halda í þá anga velferðar- rikis á fslandi sem við höfum fengið aö kynnast, og nú er harðast sótt að. Flokkurinn lagði einnig áherslu á skóla- mál, menningarmál og umhverfismál, og markar í þessum efnum sérstöðu sína sem kjósendur hafa kunnað að meta. Úr 4 í 7! í Norðurlandskjördæmi eystra eru úrslitin um margt athyglisverð. Þar bætti Alþýðubandalagið við sig einum bæjarstjórnarmanni í þremur kaupstöðum, og í þeim hinum sömu tapaði framsókn mönnum. Á Akureyri, Dalvík og Húsavík hefur Alþýðubandalagið nú 7 bæjar- stjómarmenn í stað 4 áður og er mannfleiri en framsókn sem nú á aðeins 6 menn en hafði 10 áður. Ágæt útkoma á Raufarhöfn bætist við þetta, en sigur íhaldsins í Ólafs- firði skyggir því miður á. Það er því Ijóst að kjósendur hafa fengið Alþýðu- bandalaginu umboð sitt í hendur til að tala máli félags- hyggju, samhjálpar og jafnaðar í sérhverju sveitarfélagi. Jafnframt hefur verið með hinum góða sigri Alþýðu- bandalagsins tekið ærlega undir kröfu um beina þátttöku sveitarfélaga í atvinnulífinu og mótmæli við óbyggðastefnu ríkisstjórnarflokkanna. Alþingiskosningar verða innan árs. Þá verður kosið um störf afturhaldsstjórnar Steingríms Hermanssonar. Vinstri menn hafa sýnt í sveitarstjórnarkosningunum að þeir hafa gefið Framsóknarflokkinn upp á bátinn. Þaðer rökrétt, enda er sá flokkur hlaupatík hjá íhaldsöflunum en ekki andstæðingur þeirra. Alþýðubandalagið hefur nú eftirminnilega orðið forystuflokkur vinstri manna í Norðurlandskjördæmi eystra, og áratugagömlum yfir- ráðum framsóknar hefur verið hnekkt. Hinn góði sigur í sveitarstjórnarkosningunum gefur Alþýðubandalaginu byr í seglin til nýrrar sóknar í næstu kosningum. Flokkurinn á góða möguleika á kjöri tveggja manna í kjördæminu. Sá möguleiki verður að veruleika ef aliir félagshyggjumenn þekkja sinn vitjunartíma í næstu Alþingiskosningum. Fram til sóknar! -Erl- - Akureyri - Alþýðubandalagið í sókn Urslit kosninganna á Akur- eyri komu nokkuð á óvart. Er þá einkum átt við hina miklu fylgisaukningu Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagið bætti einnig við sig fylgi á Akureyri, hlaut 1406 atkvæði eða 19,8% og jók fylgið um 6,7%. Tveir sitja nú í bæjarstjórn, þau Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ineimarsson. hann hefði haft mest fylgi hér á Akureyri árið 1966. Þá hafði hann fengið 20,3% atkvæða. - Þegar við lögðum upp i þessa kosningabaráttu stefnd- um við að tveimur mönnum í bæjarstjórn og okkur tókst það . . . vorum reyndar nær þeim þriðja. En að baki þessu liggur mikil vinna og áhugi hjá fjölda fólks. Það var unnið ákaflega baö vantaöi bara svona i þriðja manninn, gæti Sigga veriö aö segja viö Heimi. Alþýðuflokkur hlaut 1544 atkvæði eða 21,7% ogjók fylgið um 11,9%. Þrír sitja í bæjar- stjórn. Framsóknarflokkur fékk 1522 atkvæði eða 21,4% og missti 3,7%. Tveir menn sitja í bæjar- stjórn en voru áður þrír. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2504 atkvæði eða 35,2% og jókst fylgið um 0,6%. Fjórir komust í bæjarstjórn. Flokkur mannsins hlaut 129 atkvæði eða 1,8% og engan mann. Sigríður Stefánsdóttir sagðist vera ánægð með úrslit kosning- anna fyrir hönd Alþýðubanda- lagsins. Flokkurinn væri nú með svipað hlutfall og þegar vel fyrir þessar kosningar og ég vil þakka sigurinn öllu því fólki sem þar lagði hönd á plóginn. Ég tel að sú staða sem Alþýðu- bandalagið hefur nú á Akureyri sé traust. Þetta er fast fylgi. En auðvitað höfum við alla tíð haft of lítið afl í bæjarstjórninni á Akureyri og þar af leiðandi hafa skoðanir okkar oftar en ekki orðið í minnihluta. Hvað varðar nýja meirihlut- ann hér, er lítið hægt að segja. Við erum ekki farin að sjá neinar starfsaðferðir, við vitum t.d. ekki hvort þessi meirihluti muni taka sama tillit til minni- hlutans eins og verið hefur. Þetta á allt eftir að koma í ljós. En þó svo við verðum í minnihluta næsta kjörtímabil er engin ástæða til að láta deigann síga. Við munum starfa af krafti að okkar hugðarefnum og reyna að koma fram skoðunum okkar eftir bestu getu. Og þá er ekki síður þörf á að hinn almenni stuðningsmaður styðji við bakið á bæjarfulltrúum sínum. f sama streng tók Heimir Ingimarsson, sem nú tekur í fyrsta sinn sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Hann sagðist vera ánægður og þakklátur fólki fyrir góðan stuðning og mikla vinnu sem innt hefði verið af hendi fyrir kosningarnar. - En varðandi það sem er að gerast hjá okkur núna, þá er ég ekkert yfir mig hrifinn, bætti Heimir við. Viðreisn hefur aldrei verið mitt uppáhald og samstarf krata og íhalds leggst illa í mig. Aðspurður sagðist Heimir heldur hafa viljað starfa í meiri- hluta en minnihluta. En það yrði ekki á allt kosið. Það sem vekur etv. mesta athygli hér á Akureyri er afhroð Framsóknarflokksins. Nú eru þrír flokkar svo til jafn stórir, í stað þess að Framsóknarflokkur hefur alltaf þótt eiga dágott vígi hér í höfuðstað Norðurlands bg með málgagnið í brjóstvasanum. En svo bregðast krosstré. Þegar þetta er skrifað hefur Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur myndað meinhluta í bæjarstjórn Akureyrar. Það tók flokkana aðeins nokkra klukku- tíma að koma sér saman um málefnasamning. Engar aðrar viðræður fóru fram milli flokk- anna. Nýr bæjarsjtóri hefur verið ráðinn í stað Helga Bergs sem tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Kaffibrennslu Akureyrar. Sá heitir Sigfús Jónsson og hefur starfað sem sveitarstjóri á Skagaströnd frá árinu 1983. GA. - Húsavfk G-listinn heldur sínu þrátt fyrir nýtt framboð ingum. Þrír sitja þá í bæjar- stjórn, Kristján Ásgeirsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Örn Jóhannsson. Alþýðuflokkurinn fékk 272 atkvæði eða 18,8% og bætti við sig 0,2%. Tveir menn komust í bæjarstjórn. Framsóknarflokkur fékk 376 atkvæði eða 25,9% og tapaði 7,6%. Tveir komust í bæjarstjórn en voru áður þrír. Sjálfstæðisflokkur hlaut 238 atkvæði eða 16,4% atkvæða og missti 4,9%. Einn sjálfstæðis- maður situr nú í bæjarstjórn Húsavíkur. Víkverjar hlutu 186 atkvæði eða 12,8% og einn mann. Víkverjar buðu ekki fram við síðustu kosningar. Á síðasta kjörtímabili voru Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur í meirihluta á Húsavík. Hvað verður næstu fjögur árin er ekki gott að vita því flokkarnir hafa ekki komið sér saman um nýjan meirihluta. Valgeröur Gunnarsdóttir. Það sannaðist í kosningunum á Húsavík að hvert atkvæði er dýrmætt. Þar skildu aðeins tvö atkvæði á milli þriðja manns G-lista og þriðja manns B-lista. Úrslitin urðu sem hér segir: Alþýðubandalag og óháðir hlutu 378 atkvæði eða 26,1% og tapaði 0,5% frá síðustu kosn- Örn Jóhannsson. Einhverjar viðræður hafa átt sér stað. Valgerður Gunnarsdóttir tekur nú í fyrsta sinn sæti í bæjar- stjórn Húsavíkur. Hún var spurð að því hvernig tilfinning það væri að vera nú komin í ábyrgðastöðu hjá, bænum. Hún sagði það bara góða tilfinningu. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.