Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 5

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 5
imsókn og íhald en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur unnu sigur Svipmynd frá Húsavíkurhöfn. Hún væri lukkuleg með úrslitin og vonaðist til að geta nýtt aðstöðu sína til að láta gott af sér leiða. - En það fer auðvitað dálítið eftir því hvernig meirihluta- myndunin gengur, bætti hún við. Eins og málin horfa í dag er lítið hægt að segja til um hvað muni gerast. Örn Jóhannsson er líka nýr í bæjarstjórn. Hann sagðist vera þokkalega ánægður með þennan sigur. Hann hefði alla tíð vitað að það yrði mjótt á mununum með að hann kæmist inn. Því hefði hann alltaf lagt áherslu á að hvert atkvæði væri dýrmætt og það hefði svo sannarlega komið á daginn. Undanfarin 8 ár hefur Bjarni Aðalgeirsson verið bæjarstjóri á Húsavík. n * - Dalvík - G-listinn bætir við sig manni Alþýðubandalagið og aðrir vinstrimenn hlutu 200 atkvæði eða 24,8% og juku fylgið um 7,5%. Tveir sitja í bæjarstjórn, þau Svanfríður Svanfríður Jónasdóttir. Jónasdóttir og Jón Gunnarsson. Framsóknarflokkur hlaut 271 atkvæði eða 35,5% og tapaði 14,7%. Tveir menn í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkur og óháðir hlutu 337 atkvæði eða 41.7% atkvæðanna og juku fylgi sitt um 20,8%. Þrír menn komust í bæjarstjórn af þeim lista. Jón Cunnarsson tekur nú sæti í bæjarstjórn Dalvíkur í fyrsta sinn. Hann sagðist auðvitað vera mjög ánægður með þá fylgisaukningu sem G-listinn hafði fengið. Hann bætti við sig manni frá því sem áður var. Jón Gunnarsson. - Við unnum af miklum heil- indum fyrir kosningarnar, sagði Jón, og ég tel að fólk hafi fundið það. Hann sagðist hlakka til að takast á við þetta verkefni. Það væri nóg að gera og reyndar ekki mikill ágreiningur um þá hluti milli flokka. Það er frekar um forgangsröð, ekki spurning um hvað heldur hvenær, sagði Jón. Frá Dalvík. - Raufarhöfn - Alþýðubandalagið hélt sínum hlut og vel það Akureyri og Raufarhöfn voru einu þéttbýlisstaðirnir á Norðurlandi eystra þar sem Alþýðubandalagið bauð fram hreinan lista, ef svo má að orði komast. Á Raufarhöfn hélt flokkurinn sínum manni í hreppsnefnd og bætti nokkuð við sig fylgi frá síðustu kosning- um. Urslitin á Raufarhöfn urðu þessi: B-listi 78 atkvæði og 2 fulltrúa, D-listi 42 atkvæði og 1 fulltrúa, G-listi 52 atkvæði og einn fulltrúa og I-listi 61 atkvæði og 1 fulltrúa. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins er Hlynur Þór Ingólfsson. Líney Helgadóttir sem skipar annað sæti á listanum sagðist Hlynur Þór Ingólfsson. vera tiltölulega ánægð með úrslitin þegar Norðurland sló á þráðinn til hennar. Hún sagð Alþýðubandalagið hafa haldii sínum fulltrúa í hreppsnefnd oj bætt við sig fylgi. Um meirihlutamyndun hreppsnefnd sagði Líney ac ekkert væri farið að ræða ennþá Henni þætti bara líklegt að Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkur störfuðu saman næsta kjörtímabil. Þessir tveir flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili og sagði Líney að samstarfið hefði gengið mjög vel hjá þessum flokkum. GA Frá Ólafsfiröi. - Ólafsfjörður - Vinstri meirihlutinn féll Kosningaúrslitin á Ólafsfirði urðu sem hér segir: Vinstri menn hlutu 352 atkvæði eða 49,5% og töpuðu 4,6%. Þrír sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 359 atkvæði eða 50,5% og juku fylgi sitt um 4,6%. Fjórir komust í bæjarstjórn og skipa þar með nýjan meirihluta. Ekki náðist í Björn Val Gíslason sem skipar annað sæti á H-lista vinstri manna. En Helga Magnúsdóttir skipar 6. sæti á lista Vinstrimanna og er þar með annar maður úr röðum Björn Valur Gíslason Alþýðubandalags. Ekki var að heyra neinn uppgjafartón í Helgu þegar Norðurland sló á þráðinn til hennar. Hún sagði að það þýddi lítið að gefast upp. - í okkar röðum er margt ungt og kraftmikið fólk sem er tilbúið að vinna þó svo við séum í minnihluta, sagði Helga. Við ætlum okkur að vera virk í starfi, því að það koma kosn- ingar eftir þessar kosningar. Bæjarstjóri á Ólafsfirði er Valtýr Sigurbjarnarson, hann var ráðinn á miðju síðasta kjörtímabili og hefur sjálfstæðis- meirihlutinn ráðið hann áfram. - Hrísey - Óhlutbundin kosning fimm í hreppsnefnd IHrísey var höfð óhlutbundin kosning. Þar fóru leikar að Narfi Björgvinsson hlaut 95 atkvæði, Árni Kristinsson 84 atkvæði, Björgvin Pálsson 55 atvkæði Ásgeir Halldórsson 46 atkvæði og Mikael Sigurðsson 42 atkvæði. Á kjörskrá voru 194 en alls voru íbúar Hríseyjar- hrepps 280 1. des. 1985. Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! ^ORDIIRLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.