Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 6

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 6
Ný bílaleiga Guömundur Guðmundsson og jaKou Opnuð hefur verið ný bíla- leiga á Akureyri, Bíla- leigan ORN. Hún er til húsa við Hvannavelli, gegnt Lindu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sigurður Haraldsson, en bíla- leigan er hlutafélag. I sumar er áætlaður fj'öldi bíla 40 til 50, allt traustir og nýir bílar sem henta vel íslenskum aðstæðum. Bílaleigan ÖRN gerði samn- ing við Bílaleigu Flugleiða um samstarf. Efnislega er það sam- komulag á þá leið að reglur og skilmálar um leigu fyrirtækj- anna eru samræmdar og um gagnkvæmar pantanir verður að ræða. Stefnt er að því að hægt verði að skilja bíl eftir á eftirtöldum stöðum: ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Egilsstöðum, Höfn og Reykjavík. Sögðu forsvars- menn Arnar, að slíkir hlutir yrðu komnir á hreint áður en aðal vertíðin hæfist í sumar. Þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir teldu nægan markað fyrir nýja bílaleigu, svöruðu þeir því játandi. „Við erum þeirrar skoðunar að markaðurinn sé stækkandi. Bæði kemur til aukin ferðamannastraumur svo og sú staðreynd að almenningur og fyrirtæki eru í auknum mæli farin að sjá hagræðingu í því að leigja bíl. Við erum því bjart- sýnir á framtíð slíkra fyrir- tækja á Akureyri, sögðu þeir félagar. Þess má að lokum geta að gjaldið sem greiða verður er svipað og tíðkast fyrir útleigða bíla á þessu svæði. GA. KEA 100 ára : Fjórar myndlistasýningar ______________________________.______________________...................¦.. ... ..... .. .-............:........... ...... ...........,,..:........................... .......... Eins og kunnugt er á Kaup- félag Eyfirðínga aldarafmæli iiuian skamms, en félagið var stofnað 19. júní 1886 af nokkr- um bændum í Eyjafirði. Starfsem- in var smá í sniðum í upphafi, en stofnun fyrstu samvinnusölu- búðarinnar á Akureyri árið 1906 lagði grundvöllinn að framtíðinni. KEA er öflugasta og umsvifamesta kaupfélag landsins og veitir yfir 1000 manns atvinnu. Nú rekur KEA tvo tugi verslana á Akureyri og öðrum byggðum Eyjafjarðar og félagið sinnir einnig vinnslu og sölu landbúnaðar- og sjávar- afurða, útgerð, ýmiss konar iðnaði og þjónustu. Það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Aðalfundur KEA verður að þessu sinni haldinn 18. júní í Samkomuhúsi bæjarins. Fund- urinn stendur í einn dag. Hátíðarfundur verður þann 19. júní við Mjólkursamlag KEA og hefst fundurinn kl. 13.30. Að lokinni setningu fundarins verður helgiathöfn í umsjá Sigurðar Guðmundssonar Vígslubiskups, en þá mun Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnar- formaður KEA, flytja hátíðar- ræðu. Nokkur ávörp verða flutt og ýmiss skemmtiatriði. Á þess- um fundi verður stærsta lista- verk landsins, Auðhumla, afhjúpað. í lok fundarins verður öllum viðstöddum boðið upp á léttar veitingar í móttökusal Mjólkursamlagsins. Hátíðar- fundurinn er öllum opinn. Vinna verður felld niður hjá KEA þennan dag. Til að minnast þessara tíma- móta hefur verið ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum félagsins og mökum þeirra til veislu í íþróttahöllinni við Þórunnarstræti. Einnig hefur verið boðið þangað aðalfundar- fulltrúum KEA ásamt mökum auk annarra gesta. Sökum mikils fjölda reyndist nauðsyn- legt að skipta kvöldverðargest- um í tvo hópa. Sá fyrri kemur í höllina að kvöldi 19. júní, en seinni hópurinn kemur að kvöldi 20. júní. Aðalfundarfulltrúar KEA munu snæða í höllinni að kvöldi 19. júní. Kvöldverður hefst kl. 20 bæði kvöldin. Gera má ráð fyrir að alls verði um 1000 gestir í höllinni hvort kvöld. Ýmislegt verður til skemmt- unar í höllinni. Páll Jóhannes- son syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar, strengja- sveit úr Tónlistarskólanum skemmtir og karlakór syngur. Fleira er á dagskránni sem ekki verður upplýst að sinni. Hótel KEA annast veitingar, en starfs- menn félagsins hafa að öllu leyti séð um undirbúning afmælisins. Formaður afmælisnefndar er Sigurður Jóhannesson, aðal- fulltrúi. Félagið hefur ekki gleymt ungu kynslóðinni því kvöldið 21. júní verða tónleikar fyrir hana í íþróttahöllinni. Hljóm- sveitin Rickshaw frá Reykjavík leikur. Boðsmiðum vegna þessara tónleika verður m.a. dreift í kvöldverðinum. Fréttatilkynning Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra fékk ágæta hugmynd um daginn; að efna til M-hátíðar á Akureyri. Hvort þetta á að vera eitthvert mótvægi við Listahátíð þeirra Reykvík- inga er ekki vitað. Hitt er víst að hér verða ýmsar uppákomur listrænar, sem ættu að gleðja bæði augu og eyru. Fyrir um það bil 3 vikum var skipuð þriggja manna nefnd til að hafa veg og vanda að mynd- listasýningu hér. Rósa Júlíus- dóttir var tilnefnd af Akureyrar- bæ, Daníel Guðjónsson af Menningarsamtökum Norður- lands og Guðmundur Ármann er fulltrúi menntamálaráðherra. Þremenningarnir höfðu skamm- an tíma til stefnu en ákváðu þó að betra væri af stað farið en heima setið. Afraksturinn fáum við að sjá í íþróttaskemmunni n.k. föstudag. Þar verða í gangi tvær sýningar; annarsvegar sýning 11 myndlistamanna sem eru starfandi á Akureyri í dag og hinsvegar er sýning á verkum norðlenskra myndlistamanna sem störfuðu hér nyrðra eða eru hér fæddir. Má þar nefna nöfn eins og Sölva Helgason, Kristínu Jónsdóttur, Jón Stefánsson, Svein Þórarinsson o.fl. Eins og fyrr segir hefur nefndin aðeins getað starfað í 3 vikur, sem er allt of skammur tími, eins og Guðmundur Ármann tók til orða þegar Norðurland hitti hann að máli. - En að tvennu illu vildum við heldur reyna að koma þessari sýningu upp heldur en ekki, sagði Guðmundur. Vegna tíma- skorts hefur ekki gefist tóm til að auglýsa eftir verkum, sem hefði auðvitað verið eðlilegasti framgangsmátinn. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá seinni hluta 19. aldar, málaðar af Arngrími málara Gíslasyni. - Okkur var ótrúlega vel tekið af einstaklingum sem lána obbann af þessum verkum á sýninguna, sagði Guðmundur Ármann. Þar mættum við svo miklum vel- vilja að það er hreint ótrúlegt. En hjá opinberum aðilum hefur oft verið erfiðara um vik. Þessi merka sýning verður opnuð föstudaginn 13. júní kl. 21.00 og verður opinn til kl. 22.00 daglega fram til 22. júní. GA AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR VinnumiðlunarskirfstofaAkureyrar Vantar starfsmann hálfan daginn f.h. Umsóknir með aldri, menntun og fyrri störfum berist skrifstofunni fyrir 17. júní 1986. VinnumiðlunarskrifstofaAkureyrar Gránufélagsgötu 4 - Pósthólf 46 - 602 Akureyri ffcyjl Fjórðungssjúkrahúsið VIOCil á Alrurauri á Akureyri óskar að ráða fóstru að dagheimilinu „Stekk". Staðan er laus nú þegar, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður barnaheimilis- ins í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tónlistakennarar Tónlistarskólinn á Dalvík óskar eftir að ráða skólastjóra og 2 kennara við skólann frá 1. september n.k. Æskilegar kennslugreinar eru: píanó, flauta og gítar, en aðrar kennslugreinar koma til greina. Umsóknarfrestur er til 1. júlí n.k. Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Friðbjörns- son í síma: 96-61415 og 96-61200. Tónlistaskóli Dalvíkur Spurðu lækninn þinn um áhrif lyfsins sem þu notar Rauður þríhymingur varar okkur við Minjasaf nið á Akureyri opnaði 1. júní ogeropiðdaglegafrákl. 13.30 til kl. 17.00 fram til 15. september. Minjavörður Frá skólanefnd Akureyrar: Auglýst er eftir 2ja og 3ja herbergja íbúðum til leigu fyrir kennara við grunnskólana á Akureyri. Leigutími er eitt ár. Frekari uppl. gefur undir- ritaður í síma 21000. Karl Jörundsson, skólafulltrúi bæjarskrifstofum Akureyrar. 6 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.