Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 7

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 7
M'Æ Guðlaugur Arason hættur ýlgC' Guölaugur Arason. Aundanförnum árum hefur sá háttur verið hafður að Norðurland hefur á þessum tíma farið í langt sumarfrí. Svo verður einnig nú. Þetta er síðasta blaðið fyrir tveggja mánaða frí. Þau þáttaskil verða einnig með þessu blaði, að Guðlaugur Arason rithöfundur lætur af ritstjórn. Guðlaugur réði sig í upphafi til að sjá um útgáfuna í fimm mánuði eða þar til í júní, og gengur það eftir. Þegar starfsmaður er einn við svona útgáfu fer ekki hjá því að persónublær kemur á blaðið. Guðlaugur hefur sett mark sitt á blaðið. Norðurland hefur víða verið til umræðu síðustu mánuði bæði vegna þess sem neikvætt hefur þótt og ekki síður jákvætt. Líklega verða þessir mánuðir undir ritstjórn Guðlaugs Ara- sonar taldir nokkuð merkilegir í útgáfusögu vinstri hreyfingar hér um slóðir. Útgáfustjórn þakkar Guðlaugi fyrir sam- starfið. Nú er meining útgáfustjórnar að skoða þá kosti sem uppi eru MUNIÐ NORÐLENSKAN TðLVU- PAPPÍR SÉRPRENTUN LAGERVARA * ÖLLALMENN PRENTUN • rontui: PRENTSMIÖJA BJÖRNS JÓNSSONAR AKUREYR! ^96 26511 ug gcia áætlun um útgáfu svo sem eitt ár fram í tímann. Við heitum lesendum því að útgáfan hefst aftur síðla sumars eða í haust og verður vonandi öflugri en fyrr. Ekki veitir af til að hamla á móti grímulausum afturhaldsáróðri sem borinn er á borð fyrir fólk á þessu svæði nú daglega. (Frá útgáfustjórn) Störf ritara og skóla- safnvarðar í Síðuskóla eru laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastörf, en æskilegt væri, að sami starfsmaður gæti tekið að sér bæði störfin. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra og yfirkennara í símum 22588, 24623 og 21275. Skólastjóri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Frá skólanefnd Akureyrar Auglýst er eftir 2ja og 3ja herbergja íbúðum til leigu fyrir kennara við grunnskólana á Akureyri. Leigutími er eitt ár. Frekari uppl. gefur undir- ritaður í síma 21000. Karl Jörundsson, skólafulltrúi, bæjarskrifstofum Akureyrar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Laust starf Laustertil umsóknarstarf skóla-og menningar- fulltrúa. Um er að ræða nýtt starf hjá Akureyrar- bæ, sem fólgið er í umsjón og yfirstjórn skóla- og menningarmála á vegum bæjarins auk áætlana- gerða, samræmingar og samskipta við opinbera aðila og almenning. öll samskipti við stjórnvöld vegna skólakostnaðar tilheyra starfinu. Starfið verður unnið í nánu samstarf i við skólanefndir og menningarmálanefnd. Reiknað er með að starfið skiptist þannig að % séu vegna fræðslumála en Vá vegna menningarmála. Umsóknarfrestur er til 23. júní n.k. Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur frekari upplýs- ingar um starfið. Bæjarstjórinn á Akureyri, 3. júní 1986. Helgi Bergs. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR AKUREYRARHOFN PÓSTHÓLF 407 - 602 AKUREYRI ÚTBOÐ Akureyrarhöfn óskar eftir tilboðum í bygg- ingu harðviðarbryggju í Sandgerðisbót. Um er að ræða 52,6 m fríttstandandi viðlegu- bryggju fyrir smábáta, ásamt landvegg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akureyrar- bæjar, Strandgötu 25, frá og með mánudeginum 9. júní nk. gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14, mánudaginn 23. júní 1986. Hafnarstjórinn á Akureyri. Skógræktarfélag Eyíirðinga Gróðrarstöðin í Kjarna: Plöntusala í fullum gangi * Barrtré, ýmsar tegundir * Lauftré, ýmsar tegundir * Skrautrunnar, ýmsar tegundir * Berjarunnar, ýmsar tegundir * Limgerðisplöntur, ýmsar tegundir * Klifurplöntur, ýmsar tegundir * Skógarplöntur, ýmsar tegundir * Rósir Leitið upplýsinga í síma 24047. Póstsendum um allt land. Sportveiðivörur í úrvali Stangir, veiðihjól, spúnar. Veiðivesti o.fl. í góða veðrið þegar það kemur: Borð, stólar, útigrill, grillkol, kveikilögur. Vorum að fá vinnubuxur kr. 695.-. Skyrtur í úrvali frá kr. 410.- Opið í hádeginu og laugardaga kl. 9-12. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 sími 22275 HEILSUGÆSLUSTÖBIN Á AKUREYRI Krabbameinsleit Konur takið eftir! Leitarstöðin verður iokuð í júlí og ágúst vegna sumarleyfa. Notið nú vel skoðunardagana íjúní, ennþá lausir tímar. Tímapantanir eru sem áður alla virka daga frá kl. 08.00 - 17.00 í síma 25511. Starfsfólk Krabbameinsleitarstöðvarinnar. Vantar þig atvinnu? Sjúkraþjálfarar Kristnesspítali óskar að ráða sjúkraþjálfara að nýrri endurhæfingadeild við spítalann. íbúðarhúsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 31100. Kristnesspítali. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.