Norðurland - 11.06.1986, Side 8

Norðurland - 11.06.1986, Side 8
11. júni 1986 Miövikudagur 9. tölublað 11. árgangur NORÐURIAND Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Simi 2-18-75 Fiðlarinn - nýr matsölustaður Á svölunum sunnan viö sjálfan veitingastaðinn. Frá vinstri: Zophonías Árnason, Gunnlaug Ottesen, Helga Slf Friðjóns- dóttir og Friðjón Árnason. (myndir: G. Kr. J.) AAkureyri hefur verið opn- aður nýr matsölustaður. Hann er til húsa í nýja Alþýðu- húsinu við Skipagötu og er uppi á 5. hæð. Staðurinn hefur hlotið nafnið Fiðlarinn. I anddyri hússins er lyfta. Þegar komið er upp á 5. hæð er útsýni hið besta og ætti enginn að vera svikinn af því. Fiðlarinn er í alla staði smekk- legur og bíður upp á þægilegt andrúmsloft. Það er iétt yfir innréttingum sem eru að öllu leyti hannaðar af eigendum, en smíðaðar hjá Trésmiðjunni Þór á Akureyri. Rúmgóðar svalir eru sunnan við sjálfan matsölustaðinn, þar sem gestir geta setið í „blíðunni“ og matast. 1. júlí í fyrra var fyrirtækið „Svartfugl" stofnað í þeim tilgangi að hefja veitingarekstur í Alþýðuhúsinu. Eigendur fyrir- tækisins eru þau Gunnlaug Ottesen, _ reiknifræðingur, Zophonías Árnason matreiðslu- maður og Friðjón Árnason hótelrekstrarfræðingur. Fyrir- tækið rekur einnig ráðstefnu- og fundaraðstöðu á 4. hæð hússins, en salurinn þar tekur allt að 300 manns í sæti. Þeim sal má síðan skipta niður í tvo smærri sali. Áð sögn Friðjóns Árnasonar hefur verið mjög gott samstarf við eigendur hússins, sem eru verkalýðsfélögin á Akureyri. Hann benti líka á þann leiða misskilning hjá sumum sem telja að nafnið Svartfugl eigi við salinn á 4. hæð. „Það er Alþýðu- húsið“, sagði Friðjón. „Svart- fugl er aðeins rekstrarfélag." Hjá fyrirtækinu starfa 18 manns, þar af 5 nemar í fram- reiðslu og matreiðslu. Ekkierað efa að Fiðlarinn á eftir að skipa sér veglegan sess í veitingahúsa- sögu Akureyrar, því hér er á ferðinni mjög smekklegurstaður með fyrsta flokks útsýni. Á matmálstímum verður lifandi tónlist, en sá liður er í höndum Michaels Jóns Clarke. Fiðlarinn er opinn frá 9-23.30 alla daga. Borðapantanir í síma: 2-12-16. Eini ókosturinn við það að vera kominn svona hátt upp er sá, að þá sér maður ofan á húsþökin við Hafnarstrætið. Það er full ástæða fyrir verslunar- eigendur við þá götu að gera sér ferð upp á Fiðlarann og horfa á fasteignir sínar úr lofti. Etv. sæi þá einhver sóma sinn í því að fjárfesta í pensli og málningar- dós, að maður tali nú ekki um kúbein til að slá timbur frá áratuga gömlum steinvegg sem blasir við. Eins og málin horfa núna snýr maður sér ósjálfrátt frá þessari sjúskuðu götumynd og lítur út yfir Pollinn. GA Merk gjöf til Minjasafnsins Bjarni Einarsson, minjavörður. Minjasafninu á Akureyri hefur borist merkilegur gripur. Það er skatthol sem talið er vera íslenskt að uppruna, smíðað og málað í kringum árið 1700. Að sögn Bjarna Einarssonar minjavarðar er mjög líklegt að skatthol þetta hafi verið staðsett í Eyjafirði frá því það var smíðað. Gefandinn erKristbjörg Sigurðardóttir frá Torfufelli í Eyjafirði, sem nú dvelst á vist- heimilinu Hlíð á Akureyri. Hafði skattholið verið í eigu forfólks hennar, en nú taldi Kristbjörg að kominn væri tími til að setja það á safn. Hluti af tréristunni góðu. Áhugamenn um þessa hluti, bæði hér fyrir norðan og sunnan heiða hafa vitað af þessum grip í langan tíma, en eigandi ekki viljað láta lausan. Rósaflúr sem málað hefur verið á framhliðarnar hefur varðveist óvenju vel. Ofan við framhurð er trérista; fjórskipt lágmynd sem sýnir jarðarför. Þessa mynd taldi Bjarni vera einstaka í sinni röð. Fyrsta myndin sýnir prest með Biflíu í hönd, en á eftir honum ganga tveir karlmenn, líkast til aðstoðar- menn hans. Þá kemur kistan, burðarmenn og ekkjan grátandj með þrjú börn sér við hlið. Á þriðju myndinni má sjá höfð- ingja ásamt karlmönnum sem greinilega eru virðingarmenn í sinni sveit, og loks koma konurnar með krókfald á höfði í skósíðum hempum, svörtum. Karlmenn eru klæddir mittis- síðum jökkum í lokbuxum, síðhærðir og skegglausir eins og þá var lenska. Klæðnaður er allur samkvæmt Evróputísku í kringum 1700, en þá gáfu Spánverjar línuna í þeim efnum. Ekki er ósennilegt að þessi lágmynd lýsi jarðarför einhvers heldri manns í kringum árið 1700, eða skömmu áður en skattholið var smíðað. En hver var smiðurinn og hver var eigandi þessa „Eyjafjarðarskatt- hols“, og hver er í kistunni? Bjarni minjavörður telur þetta einhvern merkasta grip safnsins - ef ekki þann merkasta. Ástæð- una fyrir því hve tré og málverk hefur enst vel telur Bjarni vera þá, að skattholið hefur alla tíð verið meðal manna. - Um síðustu aldamót stóð til að setja það upp á háaloft, sagði hann, en sem betur fer var horfið frá því. Hefði það verið gert, væri skattholið ekki hér í dag. Þess má að lokum geta að Minjasafnið á Akureyri er opið alla daga frá kl. 13.30 til kl. Sumarhátíð Sumarmót Alþýðubanda- lagsins verður að þessu sinni haldið 1 landi Bimings- staða í Laxárdal, S.-Þing., um fyrstu helgi t' júlí — nánar tiltekið dagana 4. - 6. þess mánaðar. Sumarmótin þarf ekki að kynna þeim sem þangað hafa lagt leíð sína á undanförnum árum. Þar hafa börn, ungt fólk og gamalt dvalist saraan i tjöldum eina helgi við útiveru og leiki, söng og samciginlega grillveislu, svo áð nokkuð sé nefnt. Ávallt hefur tekist vél til og allir haft af gagn og gaman. Því er sérstök ástæða til að hvetja þá sem enn hafaekki látiðsjá sig á þessum hátíðum til að slást nú í hópinn í JLaxárdal. Þar sem þetta er síðasta blað fyrir sumarleyfi veröur nánari tilhögun mótsins auglýsti i Þjóðvíljanúm þegar þar að kemun BAUNAGRASIÐ Þræl staðið! Hafi það farið framhjá einhverjum, þá beið framsókn afhroð mikið í afstöðnum kosningum, eins og reyndarskoðanakannanir Norðurlands höfðu sagt fyrir um. Það vakti mikla athygli kjósenda að sjá frambjóð- endur þessa flokks standa fyrir utan kjörstað daglangt ög reyna að horfa sem dýpst í augu atkvæðanna um leið og þau gengu inn í Oddeyrar- skóla. Við þetta fældust margir og krossuðu við allt annað en B. En sumir frambjóðendur létu sér ekki nægja starandi augu, heldur misskildu þessa frumlegu kosningarbrellu og skoruðu á atkvæðin að kjósa rétt. Kvað svo rammt að þessum ræðuhöldum að Þórarinn mjólkurbústjóri Sveinsson var Kærour tyrir yfirkjör- stjórn. Var hann kallaður fyrir Æðstaráð og ávíttur fyrir að vera með áróður á kjörstað. Er sagt að Tóti hafi ekki fengið að horfast í augu við fleiri atkvæði þann daginn. Upp staðið! Enn gerast tíðindi í blaða- heiminum. Fyrir skömmu reis íslendingur upp frá dauðum og birtist okkur í vasaútgáfu síðustu vikur fyrir jól. Eftir að kratar komu íhaldinu í meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar sáu við- reisnarforingjarnir að nú þyrfti meirihlutinn á málgagni að halda. Hefur verið ákveðið að hleypa af stokkunum nýju vikublaði hér á Akureyri. Blaðið á að heita „Akureyrar- tíðindi“ og að sögn kunnra á það að túlka hlutlausar skoðanir. Bjarni Árnason og Tómas V. munu hafa veg og vanda af útgáfunni. Báðir yfirlýstir sjálfstæðismenn. Við á Norðurlandi hlökk- um til að búa viðsamkeppni í blaðaútgáfu hér á Akureyri. MÖRÐUR Við Gulli ritstjóri biðjum að heilsa krötunum og þökkum fyrir okkur!

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.