Organistablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 2
HVAÐ VILJIÐ ÞÉR SEGJA UM KIRKJUTÓNLISTARMÓTIN ? Herra biskupinn dr. Sigurbjörn Einarsson svarar: ÞaS hlýtur aS teljast til hinna meiri og hetri viSburSa í íslenzku kirkjulífi, þegar mót norrænna kirkjutónlistarmanna er haldiS hér á landi. Slíkt gerist hvergi nema endrum og sinnum og þykir hvarvetna miklu sæta. Hér er minna um aS vera á mörgum sviSum en meS fjölmennari þjóðum, eins og alkunnugt er og eSIilegt. Því meiri fengur er að því að fá hingað vænan hóp ágætra er- lendra manna, sem hafa helgað sig kirkjulegri tónlist og litúrgískum fræðum, og að eiga þess kost að kynnast því, sem þeir hafa fram að færa, þegar þeir koma saman til þess að bera saman bækur slnar og miðla hver öðrum af reynslu sinni og viðleitni. Það er einnig ánægjulegt, að tækifæri gefst til nokkurrar kynningar á íslenzkri kirkjutónlist. Hvort tveggja þetta ætti að geta orðið örvun og hvatning i þvi góða starfi, sem hér er unnið á sviSi kirkjulegra tónlistarmála, og eggjun til þess að kanna nýjar tímabærar brautir, bæði í söng og hljómlist og i öðru því, sem varðar sameiginlega tilbeiðslu og uppbyggingu kristins safnaðar. Þar eigum vér aðgang að rikulegum arfi, sem er ómetanlega verð- mætur og aldirnar hafa dregið saman. En vér höfum einnig opnar leiðir til þess að ábatast af þeirri grósku, sem orðið hefur á þessum sviðum víða í samtíð vorri. Söngmálastjóri þjó'Skirkjunnar dr. Róbert Abraham Ottósson svarar: Islenzkir tónlistarmenn, sem starfa innan vébanda kirkjunnar, hljóta að fagna því, að 10. mót norrænna kirkjutónlistarmanna verður haldið hér í Reykjavík, dagana 19.—22. júnímánaðar. Mun mönnum þá gefast tækifæri til að kynnast viðhorfi kollega sinna í list- rænum og lítúrgískum efnum — og þá ekki sízt tilefni til að ræða þær nýju leiðir, sem tónlistinni hafa opnazt í helgihaldi evangelískra safnaða á síðustu árum. Efnisskrá mótsins er fjöllbreytt og að ýmsu leyti forvitnileg, en litið fer þar fyrir þátttöku íslenzkra kirkjukóra, því miður. f þeirri von, að hinir norrænu starfsbræður okkar megi hafa erindi sem erfiði, er þeir sækja okkur heim um svo langan veg, fögnum við góðum gestum og bjóðum þá hjartanlega velkomna. J % 0 &*>*+*-■* • 2 ORGANISTABLADIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.