Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 1
Z í 3 £ ORGANISTABLAÐIÐ 2. TBL NÓVEMBER 1970 3. ÁRG. POST FESTUM Stjórn blaðsins hefur beðið mig að leiða hugann að organistamót- mu í sumar er leið. Oeri ég það með ljúfri lund, iþar eð ég er þakk- látu'r félaginu fyrir að hafa leyft mér þátttöku. Margt bar fyrir eyru, sem minnisstætt verður, og ýmislegt kom í hugann um sameiginleg áhugaefni: guðsþjónustuna og tónlist hennar og form. Umræðufundir og tónleikar buðu upp á ýmislegt fróðlegt og at- nyglisvert. Ætla ég mér ekki þá dul að leggja mat á hina fjölþættu tónlist, sem flutt var. Allt bar það efni vott um mikla grósku í tóna- lifi nágrannaþjóðanna, og sumt hreyf hugann í ótvíræðri innlifun sinni í leynda dóma hins guðdómlega efnis messunnar. En ýmislegt bar mér í huga varðandi þjóðfélagslega stöSu tónlist- arinnar, sem flutt var og samfélagslegt hlutverk hennar innan ramma hins kirkjulega lífs. Eg get ekki neitað því, að mér varð á að hugsa það með sjálfum rnér, er ég lilýddi á suma hinna fullkomnari og framúrstefnu-legri kafla sænsku tónleikanna, að sumt af þessu tæi færi sennilega ofan garðs hjá verksmiðjuverkamönnum Volvoverksmiðjanna og öðrum aþekkum liópum innan Svíþjóðar. Það rýrir samt ekki gildi tónlistar, að hún er ofar höfðum fjöld- ans. Þvert á móti á tónlist beinlínis að vera hærri og æðri hversdags- leikanum; hún á að hefja hugi okkar í hæðirnar og gerir það, ef 'nún er sönn tónlisl. Og þótt mér fyndist á tónleikunum í Kópavogs- kirkju (sem leikmanni), að tengiliðinn vantaði á milli minnar vana- °undnu skynjunar og hinna svimandi hæða sem tónlist og flutn-

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.