Organistablaðið - 01.11.1970, Qupperneq 1

Organistablaðið - 01.11.1970, Qupperneq 1
ORGANISTABLAÐÍÐ 2. TBL. NÓVEMBER 1970 3. ÁRG. POST FESTUM Stjorn blaðsins lieíur 'beðið mig að leiða hugann að organistamót- inu í sumar er leið. Geri ég það með ljúfri lund, þar eð ég er þakk- látur félaginu fyrir að liaifa leyft mér þátttöku. Margt bar fyrir eyru, sem minnisstætt verður, og ýmislegt kom í hugann um sameiginleg áhugaefni: guðsþjónustuna og tónlist hennar og form. Umræðufundir og tónleikar buðu upp á ýmislegt fróðlegt og at- 'byglisvert. Ætla ég mér ekki þá dul að leggja mat á hina fjölþættu tónlist, sem fl-utt var. Allt bar það efni vott um mikla grósku í tóna- lífi nágrannaþjóðanna, og sumt breyf hugann í ótvíræðri innlifun sinni í leynda dóma hins guðdómlega efnis messunnar. En ýmislegt bar mér í huga varðandi þjóðfélagslega stö&u tónlist- arinnar, sem flutt var og sarnfélagslegt hlutverk hennar innan ramma bins kirkjulega lífs. Ég get ekki neitað því, að mér varð á að hugsa það með sjálfum mér, er ég lilýddi á suma hinna fullkomnari og framúrstefnu-legri bafla sænsku tónleikanna, að sumt af þessu tæi færi sennilega ofan garðs hjá verksmiðjuverkamönnum Volvoverksmiðjanna og öðrum áþekkum hópum innan Svíþjóðar. Það rýrir samt ekki gildi tónlistar, að hún er ofar höfðum fjöld- ans. Þvert á móti ú tónlist beinlínis að vera hærri og æðri hversdags- leikanum; hún á að liefja hugi okkar í hæðirnar og gerir það, ef bún er sönn tónlist. Og þótt mér fyndist á tónlcikunum í Kópavogs- birkju (sem leikmanni), að tengiliðinn vantaði á milli minnar vana- bundnu skynjunar og hinna svimandi hæða sem tónlist og flutn-

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.