Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 2
ingur sveiflaði sér í, ;þá stend ég fastur á því, að tónlistarmönnum á að gefast frjálsræði til „að experimentera" og þá jafnframt að fremja ýmislegt það, sem mönnum finnst ekki í svipinn tali til sín. Kann að vera að menn þurfi að heyra þetta oftar og lifa sig inn í það. Engu að síður langar mig að setja hér á blað sundurlausa þanka um þjóðfélagslega stöðu kirkjutónlistarinnar. Mér er þá efst í huga, að messan, guðsþjónustan er hvorki músíkólógískt né lítúrgólógískt fyrirbæri fyrst og fremst. Guðsþjónusta er fyrst og síðast socialt fyrirbæri: guðþjónustan er arhöfn þar sem fólk kemur saman, og það safnast saman í ákveðnum tilgangi, athöfn þess hefur miðlægt markmið. Fólk kemur saman í guðsþjónustunni til þess að tilbiðja guðdóminn, til þess að hefja hug sinn í hæðirnar, til þess að biðja og lofsyngja, og til þess að uppbyggjast af orðinu, hinu flutta, talaða, sungna, biðjandi og lofsyngjandi orði. Og til iþess að hlýða á hvatn- inguna og fræðsluna. Er vægi þessara iþátta misjafnt í sögunni á liðnum öldum, og í nútímanum meðal manna af ýmsum stefnum. En meginatriðin eru hin sömu. Tónlistin >þarf því að vera að miklu leyti sniðin við hæfi þessa félagslega tilgangs messunnar. Eðli hennar (guðs'þjónustunnar) og tilgangur setur tónlist messunnar viss mörk. Hér er því ekki um koncerttónlist að ræða. Heldur ekki „hreina músik" (finnst mér, Sérfræðingar gætu verið á öðru máli og haft nokkuð til síns máls). Músik messunnar er að langmestu leyti til- beiðslu- og lofgjörðartónlist. Hrein músíkólógísk og dramatísk tján- ing í messunni hlýtur því ávallt að takmarkast allmjög. Með nokkrum undantekningum þarf efni messunnar að langmestu leyti að vera flytjanlegt af alþýðu manna. Hinn tilbiðjandi einstakl- ingur þarf að geta tekið iþátt í öllum liðum guðsþjónustunnar, sem ekki eru presti ætlaðir til flutnings. (Undanskildir eru auðvitað þeir liðir sem kórinn flytur einn af sérstöku tilefni eða til sérstakra há- tíðarbrigða, í því skyni að lyfta hugum okkar í hæðir, upp frá grá- móðu hversdagsleikans). Leiðir iþetta beinlínis af hinu sociala sjón- armiði um messuna, sem ég gat um áðan. Til þess að skilja hlutverk tónlistarinnar í guðsþjónustunni verð- um við að gera okkur grein fyrir því, að messa án söngs er full- komlega eðlileg athöfn. Tónlistin er stundum óþörf. (Ef þessi setn- ing „sjokkerar" einhvern, er tilganginum náð!). Á umræðufundi í Norræna húsinu var flutt efni frá Texas í Banda- ríkjunum. Var þar beitt mjög svo djörfum ráðum til að „ná til fjöld- 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.