Organistablaðið - 01.11.1970, Qupperneq 3

Organistablaðið - 01.11.1970, Qupperneq 3
FÁEINAR HUGLEIÐINGAR AF TILEFNI NORRÆNA KIRKJUTÓNLISTARMÓTSINS í REYKJAVÍK 1970 Organistablaðið hefur beðið mig að láta í ljósi nokkur þankabrot um Norræna kirkjutónlistarmótið, sem var haldið í Reykjavík dag- ana 18.—22. júní s.l. Það er mér heiður og ánægja að skrifa í hið ágæta málgagn organista Islands, blað, sem gegnir mikilvægu hlut- verki í kirkjulegri tónmennt Jrjóðarinnar. Þegar organleikarar og kirkjukórar margra landa safnast saman að miðla hver öðrum af reynslu sinni, hugmyndum og tiltektum, j)á er slíkt mót mikið fagnaðarefni þeim, sem unna kirkju og kristin- dómi. Þetta er átak til að efla 'hinn mikilsverða þátt tilbeiðslunnar í kirkjunni, sem tónlistin er. Það er ekki lítill dugnaður og fórnfýsi, sem til þarf, að staldra við í önn dagsins og buga að hlutuin, sem er einatt of lítill gaumur gefinn. Norðurlöndin skiptast á að halda jæssi mót þriðja hvert ár og var hið fyrsta þeirra í Stokkhólmi 1933. ans“. Þótti mönnum bæði illt og gott í efni, en yfirleitt lieyrði ég þá gagnrýni helzta (og ibezta), að iþetta efni, sem var mjög hvers- dagslegt og náði vel til fólksins, væri varla nógu gott „alþýðlegt“ efni til þess, að það gæti talizt fullnægja kröfunum. En mönnum þótti ekki að 'þv,í að reyna slíkt. Sumir voru á því máli, að gregórska músíkin væri sú eina, sem gilti og væri því öll notkun „alþýðlegra“ laga og hljóðfæra forboðið epli. Allt að einu var þessi þáttur gagn- legur; hann leiddi hugann að nauðsyn þess að hjálpa fólkinu til þess að lofsyngja og tilhiðja með hjástoð þess tónalifs, sem því hentar. Innblástur organistamótsins var ótviræður og nauðsynin auðsæ að koma upp árlegu innlendu móti af þessari gerð, þar sem tónlistar- mönnum og guðfræðingum gæfist kostur þess að ræða principmál guðsjjjónustunnar. Ekki virðist skorta tilefni, jafnauðsæ og nauð- synin er að hressa eitthvað upp á tilbeiðsluvenjur íslendinga. Senni- lega væri septembermánuður heppilegasti tíminn fyrir slíkt mót. Með þakklæti fyrir samveruna í sumar. Þórir Kr. Þórðarson. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.