Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 4
Hið fimmta í röðinni var iialdið í Reykjavík 1952, en mótið í Reykja- vík í sumar leið var hið tíunda. Eins og venja er til, samanstóð mótið nú af guðsþjónustum, fyrir- lestrum, umræðufundum og tónleikum. Aðalumræðuefnið var „Guðs- þjónustan í nútíð og framtíð". Víða um veröld er nú grundað þetta efni og skiptar skoðanir um það eins og verða vill. Guðsþjónustu- formið er ofarlega á baugi í þeim umræðum og vilja menn þá stund- um gleyma þeim sannleika, sem á fjórða allsherjarþingi Alkirkju- ráðsins í Uppsala 1968 var orðaður á þessa leið: „Þeim sem trúa á Jesú Krist, er til'beiðslan forréttindi fremur en vandamál. Guð safnar 'hjörð sinni saman til tilbeiðslu og Guð vekur með kærleika sínum andsvar liennar.“ Annars var sá, sem þessar línur ritar, því miður ekki viðstaddur fundi mótsins. Fer því bezt að fjölyrða ekki um þann þátt þess, en ekki skal þá látið hjá líða að geta um það, að ýmsir sögðu mér frá fyrirlestrum og umræðum mótsins, og töldu margt merkilegt hafa verið þar rætt. Hressilegt andrúmsloft lék um sænsku guðsþjónustuna í Kópavogs- kirkju. [ tónlistarlegu tilliti var greinilegt, hve mjög var reynt að byggja á Graduale Romanum og tókst það að minum dómi fjarska vel. Arangurinn var því sterklega uppbyggð messa, „nútíðarleg“ að bún- ingi til. Þættir messunnar fengu alls staðar nægilegt svigrúm og nutu sín ágællega, en það er auðvitað, eða á að vera, helzta markmið nýrrar kirkjutónlistar sem gamallar. Tónleikahald mótsins var mikið fjölskrúðugt. Eins og eðlilegt er, voru íslenzk tónverk í talsverðum minnihluta þeirra verka, sem flutt voru. Fljótt á litið virtist nokkuð áþekkur tónn í flestum verkanna, þótt auðvitað kunni slík hugmynd að breytast við nánari kynni af tónsmíðunum. Margt var þarna álitlegra verka við fvrstu sýn. Ymsir Jiættir messunnar voru viðfangsefni tónskáldanna (kyrie, gloria, credo, agnus Dei) og var óneitanlega ánægjulegt á að lilýða ýmis- legt þessa efnis, þótt stundum væri likt og skotið yfir markið. Það er rétt að gera sér grein fyrir því, að þarna var um hrein konsertverk að ræða, verk, sem æfð eru af mikilli vandvirkni og ujip- færð á tónleikum. Það er engan veginn til þess ætlazt, að söfnuður- inn taki undir i söngnum; slíkt væri álíka mikil óhæfa og að menn tækju allt í einu að raula með Sinfóníuhljómsveitinni í Háskólabíói. Hér þarf því að draga skýra markalínu á milli almenns söngs í kirkju og kirkjulegs konsertverks. En þar með er ekki sagt, að notagildi 4 organistaki.aðið

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.