Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 7
að fjalla um „tema" mótsins: „Guðsþjónustuna í dag og á morgun" og kom fram 'hj-á þeim öllum, að mikill glundroði ríkir í guðsþjón- ustu- og kirkjumálum. Umæðuhópar tóku erindin til meðferðar með frásögnum og fyrirspurnum. Margt athyglisvert kom fram um guðs- þjónustuhald og nýjar stefnur, m. a. hjá Gerhard Cartford, prófessor í Texas, en hann var fenginn sérstaklega til þess að taka þátt í þess- um umræðum mótsins. — I ráði er að birta öll þessi erindi í Organ- istablaðinu á næsta ári. Þau eiga erindi til okkar. Guðöþjónusturnar sem haldnar voru, ein hverra þjóðar, voru ærið ólíkar að efni til. Upphafsguðsþjónustan í dómkirkjnni var lát- laus og virðuleg og ræða biskupsins, að vonum, ágæt. Mest reisn og helgi var þó yfir Skálholtsguðsþjónustunni í norskri og sænskri samvinnu. Til mótsins komu menn frá Hollandi, Vestur-Þýzkalandi og U.S.A., sem fulltrúar „Ecclesia cantans" (fyrirhuguð alþjóðasamtök). Þeir sátu fund, sem gagngert var boðað til í því skyni, að ræða endan- lega stofnun alþjóða samtaka lútherskra kirkjutónlistarmanna. Niður- staða fundarins var sú, að norræna kirkjutónlistarráðið kaus í nefnd 'þá Ulrich Teuber Danmörku, Helge Nyman Finnlandi, Pál Kr. Páls- son íslandi, Björn Björklund Noregi og Harald Göransson Svíþjóð, til þess að — ásamt mið-Evrópu-nefnd undir forsæti Willem Mudde Hollandi — að koma á föstu samstarfi innan Evrópudeildar „Ecclesia cantans". Hinir tveir fulltrúar frá U.S.A., er sátu fundinn, tóku að sér að mynda tilsvarandi samtök í Vesturheimi, í því skyni, að endan- leg stofnun þessa heimssambands gæti orðið að veruleika, jafn vel strax á næsta ári. Ekki verður svo skilist við þetta rabb um 10. NKT-mótiS, að ekki se lýst undrun yfir fálæti organleikara og — ekki síður — presta, um mótið. ÞaS var vissulega vert meiri athygli frá þeim. Ef til vill kann að valda lítil auglýsingastarfsemi félags okkar í þessu sam- bandi, en fjárráð okkar voru af mjög skornum skammti. Þá má líka geta þess, að aðstaða okkar litla félags er harla erfið í sambandi við erlenda samvinnu. P. Kr. P. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.