Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 8
TÓNLEIKAFERÐ TIL SOVÉTRÍKJANNA Blaðið hefur heðið mig að segja lítillega frá tónleikaferða- lagi því, sem ég fór í til Sovét- ríkjanna í febrúar síðastliðnum. Geri ég það með gleði, þótt ég renni nokkuð blint í sjóinn með það, hvað af ferðasögunni lesend- ur blaðsins helzt vildu íræðast Þriðja fébrúar flaug ég upp frá Keflavíkurflugvelli í mildri ís- lenzkri vetrarveðráttu. Kaupmannahöfn tmuS aftur á móti upp á það vetrarveður, sem okkur á íslandi finnst einna leiðast, slap og hrá- slaga. Fjórða febrúar lenti ég á einum af mörgum flugvöllum, sem tilheyra Moskva og þá iþurfli ég ekki lengur að kvarta yfir hráslaga. Froslið var 12 stig og snjór mikill. Sjöunda febrúar skyldi fyrsti kon- sertinn haldinn í Tallin, höfuSborg Eistlands. Þangað kom ég, eftir 12 tíma lestarferðalag, daginn fyrir konsertinn. Heldur fannst mér undirfoúningstíminn, sem ég 'hafði á orgelið, stuttur og ekki ibœtti úr skák, að tónleikasalurinn var að mestu upptekinn fram til kl. 10 um kvöldið, en iþá gat ég loks farið að „registera" efnisskrána. Dóm- kirkja ihafði Iiúsið verið, sem tónleikarnir fóru fram í, en var nú orðið tónleikaihús eingöngu. Orgelið var Rieger KIoss, 80 radda, á f jórum nótnaborðum, elektriskt. Fárra ára gamalt var orgel þetta, vel „dis- ponerað". Nokkuð dró 'þó úr ánægjunni við að spila á ])að, að frjálsu komibinationirnar voru ekki í fullkomnu lagi. Uppselt var á tónleik- ana tveim vikum áður, og sýnir það áhuga fólksins á orgeltónlist, sem ég furðaði mig alltaf á, hversu almennur var. Nokkuð má, aS öllurn líkindum þakka, eSa kenna þaS orgelleysi kirknanna, en fólkið mett- ast þar ckki af orgeltónleikum. Frá Tallin flaug ég suSur í Georgiu og spilaði tvö kvöld í röð í Tibilissi höfuð'borg Georgiu. 27-radda Sucke orgel, mekaniskt var 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.