Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 9
þar til ráðstöíunar og var það eina orgelið í ferðinni, sem ekki var Rieger. Öllum 'þeim orgelum, sem ég kynntist í ferSinni var tiltölu- lega vel við haldið, og á hverjum stað sérstakur „Orgelmeister", sem sa um viðhald hljóðfærisins. Þetta litla Sucke orgel var það minnsta, sem ég kynntist í ferðalaginu, en þó býst ég við, að það verði mér einna minnisstæðast þeirra, sem ég kynntist í Sovét. Ekki spilla held- ur Georgíubúar, sem áheyrendur, blóðheitir og opnir og láta gleði sína eða óánægju í ljós, ekki síður en ítalir. Freistandi væri að segja frá ýnisum atburðum þessarar ferðar. T. d. kaffiboðinu, sem mér var boðið til á einkaheimili í Ti'bilissi og varð aS borSa meira af kökum en ég með' mínum góða vilja mögulega gat torgað, vegna þess að túlkur- >nn minn ihvíslaði iþví að mér, að ég yrði aS 'halda áfram aS borða, með'an mér væri 'boðið, annað væri móðgun við gestgjafa þessa heims- 'hluta. Eða þegar ég heyrði Helga Sæm. við morgunverðaíborðið á hótelinu og talandi rússnesku án þess að hiksta, eini munurinn var utlitiS á 'þessum tveim Helgum. Eða þegar ég sá og heyrSi „Aidu", i Taschkent í Asíu, með dömu, sem 'hljómsveitarstjóra og skakkri sendingu í 'hlutverki Aidu, þó ekki frá Ungverjalandi, lieldur frá ;!ScaIa-óperunni" í Milano. Gárungar sögðu að hún væri kórdama við Scala. Matseðillinn í Taschkent væri einnig umræðuefni, eða hit- lr)n, þar sem fólk fær svo nóg af 'honum, að 'það klæðir sig því meir, sern hitastigið eykst. Langt mál mætti líka hafa um Vodkað, sem ég drakk i Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, þar sem minn síðasti kon- sert var og orgelið þar um 100-radda Rieger Kloss. Ferðalagið heim l'l Islands var heldur ekki viðburðalaust. Jafnvel tappinn, sem ég DJÓ til úr „Pravda" hefði sína sögu að segja, ef tími og rúm leyfðu, °g því beld ég, að ráðlegt sé að hætta hér en 'hleypa ekki tappanum ur flöskunni. Ekki get ég þó lokið þessari ófullkomnu frásögu án þess að lýsa y*1T þakklæti til þeirra, sem gerðu mér ferðina til Sovétríkjanna m°gulega. Það er hljóðfæraleikara ómetanlegur hlutur að fá tæki- tæri til að' 'halda hverja tónleikana á fætur öðrum, fyrir nýja áheyr- endur hverju sinni og einlægt við nýjar aðstæður. Það er ósk mín, flö sem flestir íslenzkir tónlistarmenn fengju slíkan skóla, og ekki a"e'ns einu sinni heldur aftur og aftur, það eitt gerir þeim mögulegt ftð sýna hvaS í þeim býr. Ragnar Björnsson. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.