Organistablaðið - 01.11.1970, Side 9

Organistablaðið - 01.11.1970, Side 9
)>ar til ráðstöfunar og var þaS eina orgelið í ferðinni, sem ekki var Hieger. öllum ‘þeim orgelum, sem ég kynntist í ferðinni var tiltölu- lega vel við lialdið, og á hverjum stað sérstakur „Orgelmeister11, sem sá um við'hald hljóðfœrisins. Þetta litla Sucke orgel var það minnsta, sem ég kynntist í ferðalaginu, en ]>ó býst ég við, að það verði mér einna minnisstæðast þeirra, sem ég kynntist í Sovét. Ekki spilla held- ur Georgíubúar, sem á'heyrendur, hlóðheitir og opnir og láta gleði sína eða óánægju i ljós, ekki siður en Italir. Freistandi væri að segja frá ýmsum athurðum þessarar ferðar. T. d. kaffihoðinu, sem mér var boSið til á einkaheimili í Tihilissi og varð að borða meira af kökum en ég með mínum góða vilja mögulega gat torgað, vegna þess að túlkur- inn minn hvíslaði því að mér, að ég yrði að halda áfram að borða, ineðan mér væri hoðið, annað væri móðgun við gestgjafa þessa heims- 'bluta. 'Eða þegar ég heyrði Helga Sæm. við morgunverðaíborðið á bótelinu og talandi rússnesku án þess að hiksta, eini munurinn var ntlitið á þessum tveim Helgum. Eða þegar ég sá og heyrði „Aidu“, i Taschkent í Asíu, með dömu, sem hljómsveitarstjóra og skakkri sendingu í hlutverki Aidu, þó ekki frá Ungverjalandi, heldur frá »Scala-óperunni“ í Milano. Gárungar sögðu að hún væri kórdama við Scala. Matseðillinn í Taschkent væri einnig umræðuefni, eða hit- 'nn, þar sem fólk fær svo nóg af honum, að það klæðir sig því meir, sem hitastigið eykst. Langt mál mætti líka hafa um Vodkað, sem ég drakk í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands, þar sem minn síðasti kon- sert var og orgelið þar um 100-radda líieger Kloss. Ferðalagið heim l'l Islands var heldur ekki viðhurðalaust. Jafnvel tappinn, sem ég bjó til úr „Pravda“ befði sína sögu að segja, ef tími og rúm leyfðu, °g þvi held ég, að ráðlegt sé að hætta hér en 'hleypa ekki tappanum nr flöskunni. Ekki get ég þó lokið þessari ófullkomnu frásögu án þess að lýsa yfir þakklæti til þeirra, sem gerðu mér ferðina til Sovétríkjanna 'nögulega. Það er 'hljóðfæraleikara ómetanlegur blutur að fá tæki- *æri ti) ag halda bverja tónleikana á fætur öðrum, fyrir nýja áheyr- endur hverju sinni og einlægt við nýjar aðstæður. Það er ósk min, að seni flestir íslenzkir tónlistarmenn fengju slíkan skóla, og ekki aðeins einu sinni heldur aftur og aftur, það eitt gerir þeim mögulegt að sýna hvað í þeim býr. Ragnar Björnsson. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.