Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 10
ÚTDRÁTTUR ÚR HREPPSBÓK SKÚTUSTAÐHERPPS 1880 — 4. október. — Hausthreppamót. . ....2. 1. var rætt um orgebharmonium iþað, sem úvegað var 8.1; sumar til prestakallsins — og skýrt frá að ávinningur af hluta- veltu, sem gjörð var í fyrra í þessu skyni, hefði numið hér um 200 kr., sem hefði staðið heima við það er orgelið kostaði i Kaup- mannahöfn. En flutningskostnaður hingað — umibúðir og fl. er enn óborgað — og nemur þetta alls .... var samþykkt að fela hrepps- nefndinni að jafna þessum kostnaði niður á hreppsbúa og innheimta hann ásamt sveitarútsvörum. ..." „Orgelið" var flutt á „kviktrjám" frá Húsavík — frekar en Akur- eyri um um hásláttinn — og staðsett í Skútustaðakirkju. — Það var eini möguleikinn til að flytja svo þungt stykki á 'þeim tíma árs. — Jónas iHelgason dómkirkjuorganleikari mun hafa séð um útvegun á 'því.*) Það var frá „Steen-strup" í Kaupmannahöfn — hafði aðeins fjórar áttundir, og enga möguleika til hljóðbreytinga, en hljómsterkt og viðfeldið; entist ágætlega þrátt fyrir misjafna meðferð. — Það var notað í Skútustaðakirkju til 1911. Nú er það á byggðasafni Þingeyinga að Grenjaðarstað. SÓLSKINIÐ OG SÖNGURINN Það var um veturnóttaleyti laust eftir síðustu aldamót að messu- dagur féll á heimakirkjuna, (Skútustaði). — Jörð var frosin og töluvert snjóföl. Faðir minn var „forsöngvarinn" — og spilaði á orgelið. Hann hlaut 'því að fara til messunnar. Fékk ég að fara með honum, þá 12—13 ára, — við vorum gangandi, en vegalengdin u. þ. h. 5 km. Það kom fátt til kirkjunnar og nokkur vafi á hvort messað yrði ¦— kalt myndi vera í kirkjunni, iþví upphitun þekktist ekki í sveitakirkj- um á þeim árum. — Nokkrir piltar höfðu safnazt saman í svonefnt „framhólf" á bað- stofunni. — Prófasturinn kom inn til þeirra og skóf með nöglinni *) Faðir mlnn, Helgi Jónsson. dvaldl í Reykjavik veturlnn áður '79—'80 við að lœra á orgel hjá J. Helgasyni, til þess að taka að sér að spila í Skútustaða- kirkju, sem hann og gjörðl. — 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.