Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 13
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON í nóvemiber 1969 gaf Almenna bókafélagið út ævisögu próf. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds eftir Jón Þórarinsson lónskáld. Sv. Sveinbjörnsson ól mestan hluta aldurs síns í Edin- borg á Skotlandi. Hann ruddi sér braut og vann sér álit og frægð hjá stórþjóð. Æviferill höfundar bátíðarlofsöngsins Ó, Cu'ð vors lands, þjóðsöngs Is- lendinga, befur verið fremur lít- ið kunnur hér á ættlandi hans. Sömuleiðis [ickkjum við tiltölu- lega fátt af tónverkum lians. Má því gcra ráð fyrir að margir vilji eignast þessa bók og lesa. — Af kirkjulegum tónverkum Sv. Sv. 'þekkjum við naumast annað en kantötuna „Páskadagsmorgunn I bók Jóns Þórarinssonar er skrá yfir tónverk próf. Sveinbjörns. Þar kemur í ljós að hann hefur samið nokkur fleiri kirkjuleg tónverk (við enska texta). Geri ég ráð fyrir, að æskilegt væri að íslenzkir organleikarar fengju ta:kifæri til að kynnast þeim. þessa starfsemi. Hafa Jráðir þessir aðilar sýnt skólanum mikinn áhuga. Markmið skólans er að gefa fólki sem starfar í kirkjukórunum og einnig þeim, sem hafa áhuga á að verða þar þátttakendur kost á ókeypis kennslu í fyrrgreindum námsgreinum. Kostnaður við skólann er greiddur af sóknarnefndum og embætti söngmálastjóra. Það er von þeirra, sem að þessu máli vinna, að skólinn verði jafnan fullskipaður áhugasömu fólki, sem vill veg kirkjusöngs sem mestan. ASalslcinn Helgason. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.