Organistablaðið - 01.11.1970, Síða 14

Organistablaðið - 01.11.1970, Síða 14
PÁLMAIi ÍSÓLFSSON sjötugur Pálmar Isólfsson, liinn þjóð- liagi smiður og hljóðfærastill- ingameislari átti sjötugsafmæli hinn 28. júlí síðastliðinn. Pálmar hefur í rúmlega 'hálfa öld verið maðurinn að >baki flestum þeim listasigruin, sem unnir 'luifa vcrið í hljómleikasölum 'borgarinnar af erlendum og innlendum hljóm- listarmönnum. Undirstaða allra afreka áhljóm- leikapallinum er liinn hreini, tæri og fagri tónn, ef liann hregst, er hinn færasti hljómlistamaður magnlaus, túlkun hans nær ekki tilgangi sínum. Það er hér sem hinn hægláti og hlédrægi hljóðfærastillingameistari vinnur sína listasigra, og af því meiri alúð og ynnileika, sem kröfur hljóðfæraleikaranna til hans eru meiri. Pálmar ísólfsson er fæddur i ísólfsskála á Stokkseyri árið 1900. Foreldrar hans voru ísólfur Pálsson organisti og hljóðfærasmiður og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Hann er því af hinni merku Bergs- ætt, sem flestir hinir músikalskari Árnesingar eru komnir af. F.ftir að foreldrar Pálmars fluttust til Reykjavíkur fór hann fljót- lega að vinna með föður sínum við liljóðfæraviðgerðir og stillingar og sýndi það mikla hæfileika, að sjálfsagt þótti að hann færi til út- landa til frekari náms. Var Pálmar 1920 til 1924 í Danmörku hjá Hornung & Möller, Hermann Pedersen o. fl. við nám í hljóðfæra- smíði og stillingum. En mest og 'bezt veganesti 'hlaut hann þó hjá vini sínum góðum, Hartenberg að nafni, sem var konserthljóðfæra- stillir í Kaupmannahöfn á þeim árum. Eftir heimkomuna stofnaði Pálmar sitt eigið verkstæði. Smíðaði hann nokkur píanó og um 100 orgelharmonium, sem hann seldi bæði í kirkjur og heimahús. Árið 1924 voru pípuorgel aðeins til í 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.