Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 17
ARILD SANDVOLD 75 ára Ef Norðmaður væri spurður að því, hver væri mestur núlif- andi kirkjutónlistarmaður Noregs, yrði svarið án efa: Arild Sand- vold. Sandvold hefur í 33 ár verið orgelleikari við dómkirkjuna í Osló, og hefur starfað næstum 60 ár að kirkjutónlist í landi sínu. Hann átti 75 ára afmæli 2. júní síSastliSinn og var þá ákaft hylltur, sem einn þeirra tónlistar- manna, er hæst her og víSfræg- astir eru um Norðurlönd. Sandvold er afburSa orgelleikari og kórstjóri og hann er viður- kenndur framúrskarandi kennari. LeiSir okkar Sandvolds lágu fyrst saman í Leipzig, þar sem viS vorum viS nám hjá sama kennara. Kynntist ég þá vel hinum glæsi- legu hæfileikum hans og lærSi aS meta hina miklu mannkosti hans. Þótt Sandvold hafi ávallt haft mörgum störfum aS sinna, hefur hann þó ferSast víSa um lönd og haldiS orgeltónleika þar sem túlkun hans á kirkjulegri tónlist, svo sem kantötum, orgelverkum og sálmaforleikum, hefur mjög verið rómuð. Allt með sama snilldarbrag og ber vott um ríka sköpunargáfu hans. Sem kennari hefur Sandvold haft geysimikil áhrif og má segja aS flestir hinna yngri orgelleikara í Noregi hafi lært hjá honum, en hann hefur um langt árabil veriS einn af aSalkennurum Tónlistar- skóláns í Osló. Enda þótt Sandvold hafi nú látiS af organistaembættinu viS Dóm- kirkjuna í Osló fyrir aldurs sakir, er víst aS hann mun starfa að tón- 'istarmálum áfram og af fullum krafti meSan heilsa og kraftar leyfa, 'þjóð sinni til ómetanlegs gagns og uppörfunar. Þó seint sé, kem ég á framfæri kveSju frá Islandi til mikils lista- manns og Islandsvinar. Páll Isólfsson. ORGANISTABLAÐIB 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.