Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 18
JON VIGFUSSON áttrœður Einn af félögum F.I.O., Jón Vigfússon, varð áttræður nú í ár. Hann er fæddur að Brúnum undir EyjafjöHum 3. júní 1890. Hann lærði múrsmíði í Reykjavík og tók sveinspróf í þeirri grein ár- ið 1910, stundaði síðan fram- haldsnám við Tekniske Selskabs Skole í Kaupm.höfn og tók burt- fararpróf þaðan árið 1915. — Á Hafnarárum sínum nam Jón orgclleik hjá Rung-Keller um 2ja ára skeið. Mun hann vera fyrsíi Islendingurinn, sem lærði á pedaI--orgeI. Áður hafði hann stundað nám bjá bróður sínum Sig- urði, sem lengi var organisti við Stóra-Dals-kirkju. Eftir heimkomuna stundaði Jón iðn sína í Reykjavík og starfaði m. a. við leiksýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur o.ö. Árið 1919 flutti hann til Seyðisfjarðar og gerðist !þar athafnasamur. — Hann var byggingafulltrúi, formaður sóknarnefndar, fulltrúi í bæjarstjórn, organleikari við Seyðisfjarðarkirkju, hélt uppi leikstarfsemi, endur- reisti karlakórinn „Braga", sem hafði lognast út af eftir að söng- stjórinn, Ingi T. Lárusson, flutti burtu. Hann 'þótti frábær söngstjóri, skapheitur, viðkva;mur og nákvæmur. Árið 1954 flutti Jón til Hafnarfjarðar og var byggingafulltrúi bæjarins unz hann lét af störfum sakir aldurs árið 1965. Á þeim ár- um sat hann oft með sæmd við orgelíð í forföllum kolleganna, m. a. í Hafnarfjarðarkirkju. Eiginkonu sína, Sigurlínu Sigurðardóttur, missti Jón árið 1966. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi og hið merkasta fólk. Hin síðustu ár hefur Jón búið í 'Kópavogi hjá dóttur og tengda- syni og er enn hinn sami fágaði heimsborgari, kýminn og skemmti- legur. Við sendum honum hugheilar árnaðaróskir. P. Kr. P. 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.