Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 18
JÓN VIGFÚSSON áttrœður Einn af félögum F.Í.O., Jón Vigfússon, varð áttræður nú í ár. Hann er fæddur að Brúnum undir Eyjafjöllum 3. júní 1890. Hann lærði múrsmíði i Reykjavík og tók sveinspróf í þeirri grein ár- ið 1910, stundaði síðan fram- lialdsnám við Tekniske Selskabs Skole í Kaupm.höfn og tók burt- fararpróf þaðan árið 1915. — Á Hafnarárum sínum nam Jón orgclleik hjá Rung-Keller um 2ja ára skeið. Mun hann vera fyrsti íslendingurinn, sem lærði á pedal- orgel. Áður liafði hann stundað nám hjá ibróður sínum Sig- urði, sem lengi var organisti við Stóra-Dals-kirkju. Eftir heimkomuna stundaði Jón iðn sína í Reykjavík og starfaði m. a. við leiksýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur o.ö. Árið 1919 flutti 'hann til Seyðisfjarðar og gerðist þar athafnasamur. — Hann var byggingafulllrúi, formaður sóknarnefndar, fulltrúi í bæjarstjórn, organleikari við Seyðisfjarðarkirkju, hélt uppi leikstarfsemi, endur- reisti karlakórinn „Braga“, sem hafði lognast út af eftir að söng- stjórinn, Ingi T. Lárusson, flutti burtu. Hann þótti frábær söngstjóri, skapheitur, viðkvæmur og nákvæmur. Árið 1954 flutti Jón til Hafnarfjarðar og var byggingafulltrúi hæjarins unz hann lét af störfum sakir aldurs árið 1965. Á þeim ár- um sat 'hann oft með sæmd við orgelið í forföllum kolleganna, m. a. í Hafnarfjarðarkirkju. Eiginkonu sína, Sigurlínu Sigurðardóttur, missti Jón árið 1966. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi og hið merkasta fólk. Hin síðustu ár hefur Jón búið í 'Kópavogi hjá dóttur og tengda- syni og er enn hinn sami fágaði heimsborgari, kýminn og skemmti- legur. Við sendum honum hugheilar árnaðaróskir. P. Kr. P. 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.