Organistablaðið - 01.11.1970, Side 21

Organistablaðið - 01.11.1970, Side 21
GUNNAR SIGURGEIRSSON Gunnar Sigurgeirsson fæddist 17. október 1901 að Stóruvöllum í Bárðardal, sonur hjónanna Sig- urgeirs Jónssonar, söngkennara og síðar organista á Akureyri og k. 'h. Friðriku Tómasdóttur. — Systkinin voru alls 9 og lærðu öll að leika á hljóðfæri. Tvö þeirra, Gunnar og Hermína, gerðu tónlistarkennslu að ævi- starfi. Kennarar Gunnars í tón- list voru fyrst og fremst faðir hans, síðar Ivurt Heaser, Þjóð- verji, sem stundaði tónlistar- hennslu á Akureyri á árunum 1922—1924 á vegum Músíkfélags Akur- eyrar. Eftir að Gunnar fluttist til Reykjavíkur naut hann tilsagnar Emils Tlioroddsens, dr. Franz Mixa og dr. Victors Urbancic. Auk þess las hann mikið um tónlist og hlustaði á hljómplötur. Plötusafn Gunnars bar vott þroskuðum tónlistarsmekk hans. Árið 1929 giftist Gunnar eftirlifandi konu sinni, Hönnu D. Jacob- sen frá Sandvogi í Færeyjum. Þeim varð 2ja barna auðið, sem heita Friðgeir og Frla. Um skeið rak 'hann nótna- og liljóðfæraverzlun á Akureyri, en ■aðalstarf hans var þó píanókennsla, og er til Reykjavíkur kom, tók hann um skeið að sér þjálfun kóra s. s. Breiðfirðingakórs og Lög- feglukórs. Þá var hann einnig söngkennari í skólum, en frá árinu 1953, gerðist hann organleikari og söngstjóri við Háteigskirkju og gegndi því starfi, ásamt píanókennslunni, til dauðadags. Gunnar þótti einkar laginn kennari, enda barngóður og bið mesta ljúfmenni. Giinnar var stór vexti, mikill að vallarsýn. Munu nemendur hafa hænz! að honum vegna rólegrar og elskulegrar framkomu. Hinna góðu eiginleika Gunnars nutum við félagar hans í F.Í.O. i ríkum mæli. enda starfaði hann vel og af miklum áhuga fyrir félagið °g málefni þess, nú síðustu árin sem formaður blaðanefndar „Organ- istablaðsins“ og útsölumaður þess. Við það starf vann hann vel, enda ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.