Organistablaðið - 01.11.1970, Page 23

Organistablaðið - 01.11.1970, Page 23
ELÍAS BJARNASON, yfirkennari Elías Bjarnason yfirkennari andaðist í Reykjavík 4. jan. 1970' rúmiega níræður að aldri. Hann var fæddur i Hörgsdal á Síðu 17. júní 1879. Elías var landskunnur maður fyrir kennslustörf sín og reikn- ingsbækur þær sem hann samdi og gaf út og lengi 'hafa verið og eru enn notaðar. Kirkjutónlistin átti hauk í horni þar sem Elías var. Sr. Bjarni Þorsteinsson segir svo á einuin stað í rili sínu íslenzk þjóðlög: „....hefur Elías Bjarnason organisti í Hörgsdal sett þau (lögin) á nótur eftir því sem hún (Rannveig Sigurðardóttir) söng þau.“ Elías Bjarnason segir sjálfur svo frá því er hann bvrjaði að læra á harmonium: Fvrir nálægt 32 árum síðan var ég í fyrsta sinn sendur að lieiman til sjóróðra á Eyrarbakka. Þar verða Jafnan, sem kunnugt cr, margir landlegudagar á vertíðum og þá daga Var ekkerl sérstakt við að vera fyrir ungling á minu reki, annað en að slæpast. Frænda átti ég á Bakkanum, og til hans hvarflaði ég oftast, þegar ekkert var að gera. Ekki leið á löngu að frændi minn tæki eftir Jjví, að mér leiddist iðjuleysið, og vildi úr því bæta. Einu sinni, 'þegar ég var hjá honum, scgir hann við mig: „Farðu til Jóns Páls- sonar“ (síðar bankaféhirðis) „og lærðu að spila á orgel; — Jni gerir ckki annar) Jmrfara.“ Þessu ráði hlýddi ég tafarlaust og reyndist 'það heillaráð þá strax — og ætíð síðan. — Jón Pálsson reyndist mér prýðilega í hvívetna. Hjá honum lærði ég undirstöðuatriðin í harm- eníumspili. .. . “ Síðar jók Elías miklu við leikni sína og kunnáttu á þessu sviði. Meðan Elías var kennari á Síðunni var hann organleikari við 1 restsbakkakirkju og var fyrsti organisti við þá kirkju, og eftir að l'ann fluttist til Reykjavíkur og varð kennari við Barnaskóla Reykja- vikur var liann um árabil organisti við Viðeyjarkirkju þangað til ORGANISTABI.AÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.