Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 25
Sigurjón var gæddur prýðilegum tónlistarhæfileikum. Hann nam orgelleik og tónfræði hjá Sigfúsi Einarssyni í Reykjavík, og var vafalaust einn af hæfustu organistum hinna dreifðu byggða á sinni tið. Fljótlega eftir að hann koin til Vikur stofnaði hann blandaðan kór og má segja, að hann væri starfandi öll ár Sigurjóns þar eystra með eðlilegum mannaskiptum, seinni árin sem kirkjukór Víkur- kirkju. Á tímabilum æfði Sigurjón einnig kvennakór og fámennan karlakór. Með þessu lagði hann til mikilvægan 'þátt á samkomum þorpsbúa og við sérstök tækifæri. Mörg fyrstu ár Sigurjóns í Vík áttu Víkurbúar kirkjusókn að Reyniskirkju, en ekki mun hann hafa verið ráðinn organisti þar. Þó spilaði hann þar oft. En guðsþjónustur hafði faðir minn, sr. I>or- varður Þorvarðsson, í samkomuhúsinu í Vík, fyrst aðeins um jól og nýár, en síðar reglulega þriðja hvern sunnudag þar til Víkur- kirkja var vígð 1934. Við þessar guðsþjónustur var Sigurjón organ- isti og æfði sönginn. Síðan var hann organisti Vikurkirkju frá 1934—1948. Sigurjón kenndi söng við unglingaskóla í Vík fyrstu árin. Og ef einhver söng einsöng á samkomum, þá var Sigurjón undirleikari. Lúðraflokkur var í Vík á bernskuárum mínum þar. Honum stjórnaði Sigurjón. Mörgum nemendum kenndi hann að leika á harmonium og var vandvirkur kennari. Allmörg lög samdi Sigurjón, og voru sum sungin eystra. Þyrftu þau að vera fleirum kunn. En lítt mun Sigurjón hafa gert til þess að kynna tónverk sín, enda dulur maður og fremur hlédrægur. Sakn- aði hann þess og, að hafa ekki hlotið meiri menntun í tónlistinni, en henni unni hann af alihug alla ævi. Minnisstæð er mér nótnaskrift 'hans, handbragðið frábærlega fagurt. En svo var Sigurjón, að ekk- ert gerði hann nema vel. Var hann í öllu traustur og skyldurækinn, prúðmenni í framkomu, virðulegur, hógvær sæmdarmaður. Kvæntur var Sigurjón Höllu Guðjónsdóttur frá Vík. Áttu þau tvö börn, Cuðbjörgu, sem búsett er í Kaupmannahöfn og Kjartan, söngv- ara, sem Iézt við tónlistarnám í London veturinn 1945, frábær maður ao tónlistarfiæfileikum og mannkostum. Sigurjóns Kjartanssonar minnist ég þakklátum huga fyrir trausta Vtnattu hans og hið ljúfasta samstarf við helga þjónustu í Víkurkirkju. Jón Þorvarðsson. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.