Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 26
MAGNÚS PÁLSSON Magnús Pálsson fæddist að Hvalsnesi 2. ágúst 1892 og ól þar allan aldur sinn, en 'hann andað- ist 17. júlí s.l. Hann átti ekki kost á skóla- göngu umfram það, sem nægði til fermingar og ibyrjaði barn- ungur að stunda sjó. Snemma bar á, liversu laginn hann var við alls konar smíðar og varð hann ungur víðkunnur og eftirsóttur hátasmiður. Á efri árum gerði liann líkön af gömlum, þekktum þilskipum og bátuin, og má sjá m. a. 2 slík í Þjóðminjasafninu, sem 'bera vitni ágætum hagleik hans og óvenju næmu smiðsauga. Ungur söng hann við messur í Hvalsneskirkju, en kom ekki að öðru leyti í snertingu við tónlistina fyrr en árið 1918, er hann að beiðni prestsins þar, sr. Fr. Rafnars, tók að sér að nema orgelspil (hjá Þorláki organista í Akurhúsum, Garði) en fyrirsjáanlegt var, að kirkjan yrði organistalaus innan tíðar. Orgelnám hans varð ekki lengra en nokkrir mánuðir og tók hann við starfinu ári seinna, 1919, og gegndi því síðan samfellt í 43 ár, unz heilsan hilaði. Með náminu vaknaði brennandi áhugi 'hans á tónlistinni og hæfi- leikar hans í þá átt tóku brátt að segja til sín. Með sjálfsnámi gerð- ist hann brátt góður organleikari og einkar laginn söngstjóri. Túlkun hans á viðfangsefnum bar vitni um góðan smekk og hlýtt hjartalag. Margvíslegur sómi, sem honum var sýndur á tímamótum, bendir til hversu farsæll og vinsæll hann var í starfi. Milli 20 og 30 sönglög samdi Magnús um dagana, flest í ákveðnu tilefni, og voru þau ýmist flutt af kirkjukór eða karlakór, eftir því sem á stóð. Sjálfur raddsetti hann lög sín og fórst það vel úr hendi, þvi að eðlisgreindin var rnikil. — Kirkjukór Hvalsneskirkju hyggst innan skamms gefa út þessi lög Magnúsar. Magnús var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, kraftalegur enda jötun- 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.