Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 27
VILHELM 0. J. ELLEFSEN Vilhelm 0. J. Ellefsen fæddist í Færeyjum 22. apríl 1904. Tví- tugur fluttist liann hingað til lands, settist að í Keflavík og giftist þar eftirlifandi konu sinni, Elínu. Ilann var gæddur margvísleg- um hæfileikum og lagði um dag- ana gjörfa hönd á margt þótt að- alstarf hans hafi lengst af verið bifreiðaakstur. Tónlistin álti mikið rúm í huga hans, og varð hann sér hrátt úti um alla þá kennslu í organleik, sem völ var á og aðstæður leyfðu. Um tveggja ára skeið nam hann organleik hjá undirrituðum. Þegar Magnús heitinn á Hvalnesi lét af organistastörfum, tók Villielm við starfi hans við Hvalneskirkju og gegndi því starfi til dauðadags með miklum sóma. Hann var greindur maður og góður, i víðtækri merkingu, enda harmaðtir af kirkjukór og söfnuði er hann óvænt féll frá þann 10. maí síðastliðinn. Vilhelm var félagi F.t.O. frá 1965. F.Í.O. þakkar samverustundir með honum. P. Kr. P. efldur, hýrlegur, svipmildur, kvikur í hreyfingum, kýminn, þó prúð- ur og grandvar. Last eða ljót orð heyrðust aldrei af hans vörum. Hann giftist ekki, en bjó með systur sinni og mági á Hvalnesi, sá Mrkjunni og Sandgerðingum fyrir söng, sótti sjó, smíðaði skip, hvað rimur við raust, söng vögguljóð við litlu systurdæturnar. Hann hafði hljómmikla fagra bassarödd sem hann beitti af smekkvísi. Magnús var sérkennilegur og eftirminnilegur. P. Kr. P. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.