Organistablaðið - 01.11.1970, Side 30

Organistablaðið - 01.11.1970, Side 30
Tónleikahald í Reykjavík MikiS hefur verið um kirkjulegan tónlistarflutning í höfuðborginni, síð- an síðast var skrifað um slíka viðhurði í blaðið. Er })á fyrst að nefna flutn- ing „Missa Solemnis" 5. marz í Há- skólabíói Fílharinoníukórinn, sinfoníu- hljómsveitin og einsöngvararnir Lona Koppel, Rut L. Magnússon, Sigurður Björnsson og Kristinn Hallsson fluttu undir stjórn Roberts A. Ottóssonar. Tónleikarnir voru svo endurteknir laugardaginn 7. marz. Gústaf Jóhannesson og kirkjukór Laugarnessóknar héldu tvenna tónleika fyrir og eftir áramótin. Seinni tón- leikarnir voru um miðjan janúar. Á efnisskránni voru Motetta eftir H. Distler, ,,í kirkjugarði" fyrir kór, tenor og orgel eftir Gunnar R. Sveins- son, við texta Vilhjálms frá Skáholti. Einnig söng Karen Langeho aríur cftir Hándel á tónleikum þessum. Fyrri tónleikarnir voru 2. nóv. og voru það Bach-tónleikar. Gústaf lék „Fantasíu og fúgu í g-moll“ á orgelið. Kórinn flutti ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum kantötuna „LieJi- ster Jesu mein verlangen". Einnig lék Guðný Guðmundsdóttir einleik á fiðlu. Um miðjan marz fluttu Jón G. Þór- arinsson, og Bústaðakirkjukórinn „Sjö orð Krists á krossinum" eftir H. Schutz, „Missa Brevis“ eftir Mozart og frumfluttu „Epithapium" eftir Jón S. Jónsson, sem samið var í minningu um tengdaföður lians Einar Dyrset. Tónleikarnir fóru fram í Háteigs- kirkju og var mjög góð aðsókn að tón- leikunum. Hallgrímskirkjukórinn undir stjórn Páls Halldórssonar flutti tvær jóla- kantötur, eftir Sören Sörensen og Jane La Rowe, í Hallgrímskirkju 21 des. Samsöngur þessi var endurtekinn i Laugarneskirkju 4. jan. „F',riður á jörðu", óratórí Björgvins Guðmundssonar var flutt í Neskirkju á bænadaginn 3. maí s.l. af kór kirkj- unnar ásamt safnaðarkórnum og kór Ytri-Njarðvíkurkirkju og kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandar. Jón Is- leifsson stjórnaði tveim fyrst töldu kórunum en Jón II. Jónsson þeiin síð- ast nefnda. Undirleik á orgel og píanó önnuðust Páll Halldórsson og Carl Billich fyrir Neskórinn, C. B. og Jón Dalhú fyrir Njarðvíkurkórinn og Gróa Hreinsdóttir fyrir Kotstrandar- og Hvcragerðiskórinn. Einsöngvarar voru: Sigurveig Iljaltested, Friðbjörn G. Jónson, Guðrún Tómasdóttir og Guð- mundur Jónsson. Samsöngur þessi var endurtekinn í Selfosskirkju 10. maí. Dónikórinn stóð fyrir tvennum tón- leikuin í Dómkirkjunni. Þeir fyrri voru sunnudaginn milli jóla og nýárs. Þá flutti kórinn þýzk jólalög í útsetn- ingu Bachs, en Ahel Rodrigues lék á orgelið milli laganna og einnig með i þætti úr „Magnificat" Baclis, sem kórinn flutti. Á skirdag frumflutti kórinn „passíu" eftir Atla Heimi Sveinsson, sem samin var við passíusálma Hallgríms Péturs- sonar. í þeim flutningi tóku einnig þátt 6 leikarar með upplestri sumra sálmanna. Blásarakvintett lék með í verkinu, einsöngvarar voru úr kórnum. Atli lék sjálfur á orgelið. Stjórnandi tónlistar var Ragnar Björnsson, stjórn- andi upplesturs var Sveinn Einarsson. Á skírdag koinu til landsins Einar sonur Sigfúsar Einarssonar tónskálds og fyrrum dómorganista, ásamt konu sinni og tveim sonum. „Sigfússonkvart- ettinn", en svo nefnir fjölskyldan sig, 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.