Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 31
þegar hver meðlimur fjölskyldunnar hefur tekið sitt strengjahljóðfæri og setzt niður til að „músisera" saman, héldu tónleika í Dómkirkjunni á föstu- daginn langa og fluttu „Sjö orð Krists á krossinmn" eftir J. Haydn, með að- stoð Abel Hodrigues og fjögurra ein- söngvara. Mjög hjartanlegar móttökur fékk listafólkið bæði innan kirkju- veggja og utan og var )>eim óskað skjótrar endurkomu. R.fí. Úr bœ og byggð. NámsskeiS jyrir kirkjuorganleikaru i Húnavatnsprófastsdæmi, hélt söng- málastjóri þjóðkirkjunnar á Blöndu- ósi dagana 22. til 29. ágúst 1970. Tólf organistar og organistaefni sóttu námskeiðið. Undirbúning annaðist pró- fastur og kirkjukórasamband Húna- vatnsprófastsdaunis. Kennt var á hverju kvöldi kl. 20.00 til 23.00. Þátttakendur óku daglega langar leiðir til að sækja námskeiðið. Þar rikti starfsgleði og mikill áhugi. Kirkjuniót var haldið að Hvolsvelli i Rangár- vallaprófastsda'mi þann 3. júlí 1970 fyrir forgöngu sr. Hannesar Guðmunds- oanar, Fellsmúla. Á mótinu voru haldin fróðleg erindi kirkjulegs eðlis. Einn þáttur hinnar fjölbreyttu efnis- skrár var samsöngur kóra prófasts- dæmisins. Sr. Hannes hafði undirbúið samsönginn, en dr. Robert A. Ottós- son stjórnaði honum. Magnús Jónsson, operusöngvari, söng einsöng. Undir- leik ó pianó annaðist frú Anna Magn- usdóttir, en orgelundirleik annaðist Eiríkur ísaksson. Kirkjuviku var haldin í Lágafellskirkju i marz 1970. Sunnudaginn 1. marz var æskulýðs- messa. Prestur var sr. Bjarni Sigurðs- son. Spurningabörn lósu dæmisögur og fluttu bæn. Barnakór söng undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar. Mánudaginn 2. marz var fjölbreytt samkoma. Þá lék lúðrasveit drengja sólmalög undir stjórn Birgis D. Sveins- sonar. Friðbjörn G. Jónsson söng eiu- söng, en Jón Stefánsson annaðist und- irleik. Þriðjudaginn 3. marz var einnig fjiilþætt samkoma. Þó söng frú Álf- heiður Guðmundsdóttir einsöng við undirleik Jóns Stefónssonar. Kirkju- kór Lágafellssóknar söng undir stjórn Hjalta Þórðarsonar. Á fyrrgreindum samkomum annað- ist orgelleikari kirkjunnar, Hjalti Þórð- arson orgelleik við almennan söng og stjórnaði söng kirkjukórsins. Miðvikudaginn 4. marz var föstu- inessa. Prestur: Sr. Grímur Grímsson. Kirkjukór Ásprestakalls söng. Organ- leikari var Kristján Sigtryggsson. Kirkjukvóld var í ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa. Þar söng Sunnukórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnars og Ingvar Jónasson lék á víólu. Undirleikari var Hjálmar Helgi Ragnarsson. Kirkju- kvöld liafa verið á föstudaginn langa i Isafjarðarkirkju á undanförnum ár- um. AVventutónleikar voru í Akraneskirkju 10. og 11. des. s.l. Haukur Guðlaugsson lék 12 sálms- forleiki eftir Bach en uð loknum hverjum forleik söng Kirkjukór Akra- neskirkju sálinalagið með raddsetn- ingu Bachs — nema eitt, sem var radd- ORGANISTABLAÐIÐ 31

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.