Organistablaðið - 01.11.1970, Page 34

Organistablaðið - 01.11.1970, Page 34
1970) voru 8 söngkennarar ráðnir til söngkennslu mismunandi lengi i 10 kirkjukórasamböndum innan Kirkju- kórasambands íslands. Og í mörgum þessara sambanda hafa kirkjukórarnir æft fjölbreytta kirkjutónlist ýmist ein- ir eða sameinaðir og flutt hana með myndadbrag innan og utan sinna byggðarlaga. f júní s.l. minntist kirkju- kórasamband Austurlands 25 ára starfsafmælis síns, með samsöng í fé- lagsheimilinu Valaskjálf að Egilsstöð- um. Að mótinu stóðu fimm kirkju- kórar með 98 söngfélögum. — Á hæna- dag þjóðkirkjunnar — 5. sunnudag eftir páska — var fluttur í Neskirkju í Reykjavík I. og IV. þáttur óratór- iunnar „Friður á jörðu“ (Guðm. Guð- mundsson) eftir Björgvin Guðmunds- son. Samsöngurinn var endurtekinn 10. maí í Selfosskirkju. Þrir kirkju- kórar fluttu tónverkið (Hveragerðis- Kotstrandar-, Ytri-Njarðvíkur og Nes- sóknar í Reykjavík) með aðstoðar- söngfólki ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum, alls um 120 manns.“ Stjórnendur voru Jón H. Jóns- son, skólastjóri og Jón ísleifsson, sem hafði undirhúið samsöng þennan af mikilli kostgæfni. (R.A.O.). Þess má geta, að styrkir frá K.í. eru veittir skv. beiðni viðkomandi Kirkju- kórasambands og byggjast á þeim fram- kvæmdum og þeirri framtaksemi, sem þar er fyrir hendi. Mcrkilegt skinnblaS úr fornri tiðasönghók fann Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörður, i vörzlu Þjóðskjalasafnsins, er hann athugaði kápu utan um handrit af alþingisbók- um frá 17. öld. Er á skinnblaði þessu m. a. skráður (með sálmtónletri) víxlsöngur (respon- sorium) sá, sem Þingeyramunkar fluttu Guðmundi Arasyni biskupi til heiðurs, er hann kom til Þingeyra árið 1200. Dr. Robert A. Ottósson hefur kannað orð — og nótnatexta á skinnblaðinu, sem mun vera frá 13. öld, og borið þá saman við erlendar heimildir. Flutti hann erindi um þetta efni i Vísinda- félagi íslendinga. Erindið birtist vænt- anlega á prenti síðar. Til athugunar. Þegar organistar leika einleik við útvarpsmessur ættu þeir að athuga vel raddval í pedal, einkum ef um veikar raddir er að ræða. Það er staðreynd, að venjuleg upptaka nær ekki hinum hægu sveiflum subbassans og sé hann notaður einn verður það sem leikið er án bassa í gegnum útvarp (eða segul- band). Hins vegar kemur sterk 16 feta rödd, t. d. Fagot, Open Diapason o. s. frv. í gegn, en illa þó. Það má því reikna með að einungis 8 feta raddir og þar yfir heyrist í gegnum útvarp. Ef orgelin eru ekki því betur stillt vill mjög gæta skjálfta i hægum tón- um einkum ef notaðar eru „alliqout"*) raddir með grunnröddunum þegar tek- ið er upp með of litlum hraða á segul- band. Steingr. Sigfússon. Norrœn vináttuvika var haldin i Osnabrúck 4.—11. sept. i haust. Blaðinu hefur borizt dagskrár- bók þessa móts, sem byrjar með ávarps- orðum frá Willy Brandt, kanslara V.- Þýzkalands, borgarstjóranum i Osna- brúck og fleiri háttsettum mönnum. í ritinu eru greinar með myndum fra öllum Norðurlöndunum. Þessa dagana *) „alllqout" rödd er „samsett riidd1' t. d. Larigot, Sesqulaltera o. s. frv. S. S. 34 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.