Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 35

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 35
"voru ýmsar sýningar í Osnabriick, haldnir fyrirlestrar og tónleikar. Vér festum athyglina við hlut íslanrJs í þessum hátiSahöldum, þ. e. orgeltón- leika sem Haukur GuZlaugsson hélt í dómkirkjunni þar. Hann lék orgelverk eftir dr. Pál ísólfsson, Þorkel Sigur- björnsson og Karl O. Runólfsson, og •ennfremur eftir Buxtehude (Preludíu °g Fúgu í g-moll), Bach (Tokkötu í C-dúr) og L. Böellmann (Suite Gothique). Fyrirlestrar þeir, sem fluttir voru á kirkjutón- 'istarmótinu í Reykjavík í sumar munu birtast hér í blaSinu eftir áramótin. Nýr organisli við Háteigskirkju. Martin Hunger, sem var organisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum, befur nú verið raðinn organisti við Há- teigskirkju í Reykjavík. Martin Hunger er fæddur í borg- inni Meissen í Austur-Þýzkalandi árið 1939. Foreldrar hans eru Alfred Fritz Hunger, sem var skrifstofustjóri Þjóð- Kirkjunnar í Meissen, og Frieda Doro- thea Hunger. Martin Hunger missti föður sinn í heimsstyrjöldinni 1939—1945. — Að loknu stúdentsprófi árið 1957 stundaði hann tónlistarnám við kirkjumúsik- skólann í Dresden og lauk þaðan B-prófi árið 1960. Næstu árin stund- aSi hann framhaldsnám við tónlistar- háskólann í Leipzig og starfaði auk Pess sem kirkjuorganleikari, en árið 1964 lauk Martin Hunger burtfarar- Profi (A-prófi) frá tónlistarháskólan- uni í Leipzig. Martin Hunger kom til Islands í des- ember 1964 fyrir milligöngu Róberts A> Ottóssonar söngmálastjóra og séra Jóhanns Hlíðar, sóknarprests í Vest- mannaeyjum og gerðist organleikarí við Landakirkju og skólastjóri við- Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Árið 1966 kvongaðist hann Hrefnu Oddgeirsdóttur Kristjánssonar tón- skálds frá Vestmannaeyjum. Martin Hunger hefur haldið marga organtónleika hér á landi við góðan orðstý. Organistaskipti. Organistinn við Patreksfjarðar- kirkju, Guðmundur Guðjónsson, hefur tekið við organistastöðu í Landakirkju í Vestmannaeyjum, sem losnaði við viS brottför Martins Hunger til Reykjavíkur. Jón Ólafur SigurSsson, sem var organleikari Kristskirkju í Reykjavik, hefur tekiS viS organistastöðu við Patreksfjarðarkirkju, sem losnaði er Guðmundur Guðjónsson gerðist organ- leikari viS Landakirkju í Vestmanna- eyjum. Organistar og söngstjórar. GjöriS svo vel aS senda blaðinir fréttir af söngstarfseminni. — Kristján Sigtryggsson hefur tekiS að sér aS sjá um þáttinn Úr bæ og 6yggð. Utanáskrift er: Organistablao'io', Alhólfsvegi 147, Kópavogi. FÉLAG ISL. ORGANLEIKARA STOFNAÐ 17. JÚNÍ 1951 Stjórn: Formaður: Páll Kr. Pálsson, Alfa- skeiði 111, HafnarfirSi. sími 50914. Ritari: Ragnar Björnsson, Grundar- landi 19, Rvk, sími 31357. Gjaldkeri: Gústaf Jóhannesson, Sel- vogsgrunni 3, Rvk, simi 33360. ORGANISTABLAÐIB 35

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.