Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 36

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 36
SAGT UM HANDEL Hiindel er eini maðurinn, sem mig langar til að sjá áður en ég dey, og sem ég vildi gjarnan vera ef ég væri ekki Bach. /. S. Bacli'. La:rið af honum að hafa mikil áhrif með einfóldum ráðum. Beelhoven. Sé Bach fimmti guðspjallamaðurinn þé er Handel cinn meðal stóru spámanna Gamla testamentisins. Hann kom á erfiðum tímum og varð hinn mikli tónlistar maður ensku þjóðarinnar. Carl Allan Mobcrg. Hiindel sagði, þegar leið að ævikveldi: „Ég vildi óska, að ég fengi aö deyja á föstudaginn langa í von um að fá að koma til Guðs míns, mins milda herra og frelsara á upprisudegi hans." Og hann fékk ósk sína uppfyllta. Hann lct einn af þjónum sinum lesa 91. sálm Davíðs og 1. Kor. 15. kap. og auk þess uppá- haldssálm móður sinnar:— „Ich bin gewiss in meincm Glaube, der mich in Christum einverleibt". Hann dó á fóstudaginn lánga 1759. Pípuorgel í Garðakirkju Sunnudaginn 18. október s.l. var hluti nýs pípuorgels tekinn í notkun í Garðakirkju á Álftanesi. Orgelið, sem fullgert telur 13 raddir í þremur verkhlutum, (Swell- verk, I. man., Riickpositiv II. man. og Pedal) var smíðað þannig, að við það má bæta í áföngum, unz allri smíðinni er lokið. Sá bluti orgelsins, sem tckinn var í notkun er „Riickposiliv" ásamt fullbúnu og sam'engdu hljómborðinu. Raddskipanin er þessi: Gedakt 8' Quintatön 8' Nachthorn 4' Prinzipal 2' Terzian 2i ásamt sveifluvaka (Tremulant). Hljóðfærið er smíðað í orgclsmiðju Steinmeyers & Co. í Bæjaralandi, og er valin smíð hvar scm á er litið. Uppsetningu þess í kirkjuna og hljómstillingu annaðisí Walter Friedrich orgelsmíðameistari. 36 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.