Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 39

Organistablaðið - 01.11.1970, Blaðsíða 39
Hóladómkirkja Hóladómkirkja var byggð í tíð Gísla biskups Magnús- sonar sem sat á Hólastóli frá 1755—1779, og var 'hún vígð 20. nóv. 1763. Danskur ihúsameistari, Laurids de Thurah, teikn- aði kirkjuna, sem byggð er úr blágrýti og rauðum sandsteini, sem livort tveggja er tekið úr Hóla- byrðu, en danskir, þýzkir og íslenzkir steinsmiðir, trésmiðir og verkamenn unnu að kirkjubyggingunni og er hún fyrsta steinkirkja sem sem byggð hefur verið á íslandi. Laurids de Thurah fæddist í Aarhus 4. marz 1706. Eftir að hann bafði lokið námi í Danmörku og starfað um hríð, ferðaðist hann 1729—1731 á kóngsins kostnað til frekara náms til 'Þýzkalands, ítalíu, Frakklands, Hollands og Englands. Eru ýmsar merkar byggingar í Danmörku byggðar eftir hans teikningum og fyrir sögn. Hann dó 7. sept. 1759. Harmoníum kom fyrst í kirkj- una 1891. Gunnlaugur Björnsson segir svo frá því í riti sínu Hóala- staður: Orgel kom fyrst í kirkjuna árið 1891. Talið er, að það hafi verið vandað 'hljóðfæri, enda kostaði það 1200 kr., er var ærið verð í þá daga. Ekki voru þá möguleikar til flutninga heim að Hólum betri en svo, að formaður sóknarnefndar Hólasóknar safnaði 12 mönnum til iþess að sækja orgelið. Báru þeir það í köðlum á grind úr Kolku- ósi heim á staðinn. En vegalengd sú er um 17 km. Kristinn Guðlaugsson, síðar bóndi að Núpi í Dýrafirði, var fyrsti organisli Hólakirkju. Hann var nemandi búnaðarskólans þegar orgelið kom þangað. ORGANISTABLAÖIÐ 39

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.