Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 4

Organistablaðið - 01.12.1970, Qupperneq 4
sér leik á borði og keyptu uppfinningu Busc’hraann’s og framleiddu í stórum stíl undir nafninu „Cottage—organ“. Tókst þeim á skömmum tíma að vinna stóran markað jafnvel í Evrópu, þar sem hin gerðin var framleidd enn um langan tíma. Margs konar endur- hætur voru gerðar á blástursgerðinni. Þær merkustu gerði orgelsmið- urinn frægi Cavallie-Coll, sem gerði sérstaka stýringu loftsins lil að hafa meiri áhrif á túlkunarmátt tónsins. Debain finnur 1840 upp að- ferð til að stjórna tónmyndun (tónhyrjun) tungunnar, styrkleik bennar og liljómi. Sami maður kemur með eitt stilli sem setur allar raddir hljóðfærisins í samband samtímis. Hann kemur líka fram með niifn á tónfjaðrirnar eftir tónhlæ þeirra, sem liafa festst og eru undir- stöðunöfn allra 4ra radda harmoniumhljóðfæra enn í dag. Debain smíðaði sérstaka festingu fyrir einn tón í ’bassa (orgelpunkt) svo liægt var að spila með báðum höndum svo lengi sem hljómaði við bassatóninn, og endurbætti loftlokurnar svo að miklu meiri sj)ila- möguleikar sköpuðust (Expression Döbbelt). Eolsbarpan fræga er líka frönsk uppfinning (Victors Mustels 1854). Tvöföld tónfjaðraröð sem er stillt með hægri sveiflu (önnur örlítið hærra en 'hin) svo vægur skjálfli heyrist svo sem í mannsröddinni. Þó að Frakkar hefðu forystuna framan af í smíði þessara hljóð- færa, þá voru smíðuð sams konar hljóðfæri víðar í Evrópu og þá helzt í Þýzkalandi. Julíus og Paul Schiedmayer í Stuttgart höfðu numið iðn sína í París og smíðuðu af kappi. 1846 byrjaði Georg Friedrich Steinmeyer í Ottingen, að smíða harmonium, en sérhæfði sig þegar árið 1860 í smíði barinoniumhljóðfæra með tveimur hljóm- borðum og fótspili, sem fengu fljótt mjög mikla útbreiðslu einnig sem æfingarhljóðfæri fyrir verandi og verðandi organleikara. 1893 var stofnað verkstæði Höriigels í Leipzig, sem selt hefur mjög mörg harmonium til landsins. Á meðan hljóðfærasmiðirnir í Evrópu höfðu mestan áhuga á smíði þrýstiloftshljóðfæranna, sem leyfði sérstaklega mikinn inun á túlk- unarmætti tónanna, tóku bljóðfærasmiðir í Ameríku hina gerðina frain yfir, þó þar með misstust liinir miklu séreiginleikar þrýstings- hljóðfæranna. Ameríkumenn gáfu hins vegar hljóðfæri sínu nafnið „Cottage-Organ“ til að tengja saman og vekja athygli á hljóm'blæ þeirra og kirkjuorgela þeirra tíma. Og sem heimilisorgel (kirkju- orgelið í stofunni) hlutu þau afarmikla útbreiðslu. Einn 'hinna fyrstu brautryðjenda í Ameríku var Jakop Estey 1814.—1890, hann byrjaði 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.