Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 10
KIRKJUKÓRASAMBAND ÍSLANDS
20 ÁRA
Kirkjukórasamband íslands var stofnað 23. júní 1951 á heimili
þáverandi söngmálastjóra, Sigurðar Birkis.
Þá voru staríandi í landinu 150 kirkjukórar, er til'heyrðu 17 kirkju-
kórasamböndum.
Fyrsti formaður K.í. var Sigurður Birkis, og gegndi 'hann því
starfi til dauðadags.
Dr. Sigurgeir Sigurðsson, þáverandi biskup beitti sér fyrir því,
að embætti söngmálastjóra þjóðkirkjunnar yrði slofnað með lögum
frá 27. júní 1941. Biskupinn var mikill áhugamaður um söng, og
það var hans hjartans sannfæring, að með öflingu kirkjukóra væri
ekki einungis verið að vinna að aukinni söngmenningu og auknum
kirkjusöng, heldur væri söngurinn mikill og áhrifaríkur þáttur í
guðsþjónustunni. Á ferðum sínum um landið komst hann að raun
nm, að kirkjusöngnum var ábótavant, en með því að fá þann ein-
slaka áhugamann, sem Sigurður Birkis var, í embætti söngmála-
stjóra, myndi söngurinn eflast og verða stór þáttur í safnaðarlífinu.
Þetta reyndist rétt vera.
Kirkjukórastarfið hefur sýnt, að það er stór þáttur í menningar-
lífi þjóðfélagsins.
Hver var svo aðaltilgangurinn með isambandsstofnun ?
Án efa sá að vera ráðgefandi aðili um ýmis máil, er fram kæmu,
stofna nýja kirkjukóra, efna til söngmóta og stuðla að söngmennt
ur liér mikla áherz'lu á aukna kiíkjutónlistarmenntun og alhliða
tónlistarmenntun bæði organista og kirkjukóra í mjög náinni framtíð.
Svo sem nokkrir frumherjar gerðu fyrir tuttugu árum, svo komu
og nokkrir fólagar saman þann 17. júní s.l. ásamt eiginkonum sín-
um til þess að marka tímamót og þakka stofnendum F.Í.O. þá fram-
sýni og djörfung er þeir sýndu með því að velja hátíðardag hins
íslenzka lýðveldis fyrir félagsstofnun sína. Þar voru frambornaT
einlægar óskir um að félagið mætti eflast í því forustuhlutverki, sem
því ber að rækja í íslenzku kirkjutónlistarlífi.
Guðmundur Gilsson.
10 ORGA£JISTABLAÐIÐ