Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 11
SigurSur Birkis
form. K.í. 1951—1961
Jón lsleifsson
form. K.t. jrá 1961.
kirkjukóranna í landinu. Veigamesta málið hefur 'þó ætíð verið söng-
kennslan. Þegar maöur les fundargerðabækur K.l. eru kennslumálin
hinn rauði þráður — hvernig beat myndi reynast að efla kirkju-
sönginn — fá kennara og æfa kórana svo að þeir væru færir um
að flyija sem fjöibreyttasta kirkjutónlist.
Eftirtektarverð eru orð Sigurðar Birkis, er liann skilar síðustu
skýrslu sinni sem formaður K.Í.: „Fle9tar menningaíþjóðir verja
og hafa varið miklu meira fé og tíma til söngkennslulinar, en vér Is-
lendingar höfum gjört. . . . vér þurfum að hlúa enn þá meira og
betur að söngnum úti um hinar dreifðu byggðir lands vors —
söngnum !}>essari dásamiegu Guðs gjöf, sem er allri þjóðinni ómetan-
legur til andlegrar upj)byggingar og félagslegs þroska, og sem er
oss öllum ómissandi við flestar meiri háttar athafnir í lífi voru. ..."
—¦ og að lokum „. .. .ég er ekki í neinum vafa um það, að þar sem
söngstarfsemi er byggð á kirkjunni — þessari göfugustu og dýrmæt-
ustu stofnun þjóðarinnar, muni hún verða til óendanlegrar hlessun-
ar fyrir allt trúar- og menningarlíf í landinu."
Þetta voru orð hins látna stofnanda og forystumanns um mörg ár
— og þetta er álit þeirra, sem nú bera uppi merkið.
Strax í byrjun var farið að leita eftir far-söngkennara. Hér verða
ORGANISTABLAÐIÐ 11