Organistablaðið - 01.10.1971, Síða 25

Organistablaðið - 01.10.1971, Síða 25
JÓNAS HELGASON á Gramavatni. Hann var fæddur að Skútu- stöðum í Mývatnssveit 6. sept. 1887. Foreldrar hans voru lijón- in Helgi Jónsson, síðar bóndi og hreppstjóri á Grænavatni og Kristín Jónsdóttir. Má með sanni segja, að líf hans hafi frá upp- hafi 'Verið tongt Skútustaðakirkju öðrum stöðum fremur. Foreldrar hans höfðu tveim árum áður eignast andvana dreng, og hafði nokkurs kvíða gætt um fæðingu Jónasar. Þegar liana bar að, var faðir lians að heyskap með fólki sínu í svokölluðum Framengjum suður af Skútustöðum og í sjón- máli frá bænum. Þegar fæðingin var farsællega afstaðin, var um það gefið merki með því, að opnaðir voru hlerar á turni Skútu- staðakirkju. Það var upphaf þjónustusamstarfs hennar og Jónasar, sem varaði allt lil æviloka hans. Á öðru aldursári fluttist hann með foreldrum sínum að Múla í Aðaldal, aftur að Grænavatni í Mývatnssveit vorið 1892, og var upp frá því Jónas á Grænavalni. Hér er ekki meiningin að rita nein eftirmæli um Jónas á Græna- vatni, heldur greina stutllega frá starfi hans sem tónlistarmanns, og þá sérstaklega sem organista Skútustaðakirkju. Helgi faðir hans hafði um nokkurra vikna skcið á hallandi vetri árið 1880 dvalið í lleykjavík og notið tilsagnar Jónasar Helgasonar söngkennara og tónskálds í orgelleik. Ég geri ráð fyrir, að för sú hafi af mörgum verið talin meir en vafasöm, og líkleg til að draga nokkurn dilk á eftir sér. Sú varð og raunin á. Á miðjum slætti þelta sumar, var lítið harmonium flutt á kviktrjám frá Húsavík upp 1 Skútustaðakirkju. Þykir mér trúlegt, að slíkt liafi þótt nokkur ný- lunda í kristnihaldi þess tíma. IJelgi var síðan organisti kirkjunnar G1 ársins 1908, er Jónas tók að fullu við því starfi og sinnti því af sinni alkunnu alúð og lotningu til dauðadags, eða í 62 ár. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.