Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 26
Oft harmaði Jónas, hve ófullkominn undifbúning liann hefði, að eigin mati, hlotið til organistastarfsins. Ungur inun hann 'hafa farið að lesa nótur hjá föður sínum. Þá naut hann tilsagnar frænda síns, Kristjáns Sigtryggssonar, í orgelleik, en hann varð síðar organisti í Húsavíkurkirkju um árabil. Þá er eftir að geta þess, náms, sem Jónas taldi eér hafa orðið lieilladrýgst, og hann liefði íyrst og fremst búið að. í ársbyrjun 1908 fór hann til Reykjavíkur og gerðist nemandi Brynjólfs Þorlákssonar þáverandi dómorganista fram til vors. Heyrði undirritaður Jónas oft harma brottför Brynjólfs af landinu og taldi hana jafnan til ís- lands óhamingju. Samhliða því að vera organisti, æfði hann söngflokk í kirkjunni, þó eigi væri Kirkjukór Skútustaðakirkju formlega stofnaður fyrr en nokkuð var liðið á starfsdag Jónasar. Mörgum tækifæriskórnum stjórnaði Jónas einnig bæði innan sveit- ar og ulan. Þá stofnaði hann Karlakór Mývatnssveitar árið 1921 og stjórnaði honum í 36 ár. Sérstakur íulltrúi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar var hann um árabil í Suður-Þingeyjarsýslu og ferðaðist tíðum milli hinna einstöku kóra í héraðinu, sem ekki liöfðu fasta söngstjóra. Hann vann að stofnun Kirkjukórasambands S.-Þingeyjarprófastsdæmis, með fleiri góðum mönnum. Þá skal þess getið, að hann stóð að stofnun „Ileklu', en það er samband norðlenzkra karlakóra, svo undarlegt, sem það nú er. En út í þá nafngift verður ekki farið 'liér. Á því, sem hér hefur verið sagt, má sjá, að víða hefur Jónas á Grænavatni komið við í hljómlistarmálum héraðsins og jafnvel utan þess, og margar vinnustundir liggja þar að baki. Ekki þarf að taka fram, vita munu það allir, að lítt eða ekki eru störf þessi launuð. Lífsafkomu sina, sem svo er nefnt, varð Jónas því að hafa af öðru. Hann var góður hóndi og raik þrifnaðar búskap á Grænavatni fvrst í félagi við föður sinn og síðar með sonum sínum. Hinn 25. júní 1915 gekk Jónas að eiga eftirlifandi konu sína, Hólmfríði Þórðardóttur frá Svartárkoti í Bárðardal. Studdi hún bónda sinn með ráðum og dáð við öll hans störf utan heimilis sem innan. Það sama er að segja um heimilisfók hans allt. Jónas minntist þess jafnan með mikil'li gleði, að fyrsta kirkjulega athöfn, er liann hafði spilað við, var brúðkau]) æskusystkina hans, voriö 1905. Þau brúðhjón lifa enn. Síðast lék liann í SkútustaÖa- .26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.